Helgafell - 01.04.1944, Síða 66
BJARNI VILHJALMSSON:
Tungutak dagblaðanna
Fjögur Reykjavíkurblöð í sex daga móðurmálsprófi
i.
Dagblöðin eru öflugustu áróðurstæki nútímans. Enginn stjórnmálaflokkur
getur vænt sér fylgis, svo að nokkru nemi, ráði hann ekki yfir allmiklum
blaðakosti og beiti honum af fremsta megni. Fá munu þau heimili, a. m. k. í
borgum og hinum stærri bæjum, sem kaupa ekki eitt dagblað eða fleiri að
staðaldri. Oftast er því máli vel borgið, sem dagblöðin styðja einhuga. Mun
ekki ofmælt, að þau eigi einna drýgstan þátt í því að mynda almennings-
álitið, halda því við og breyta því.
Því liggur í augum uppi, að örlög tungunnar eru að meira en litlu leyti
undir því komin, hversu vandað er til orðfæris á blöðunum. En því miður
hefur mikill misbrestur verið á því hér á landi um alllangt skeið að undan-
förnu, að blaðamenn hafi sýnt þá vandvirkni, þekkingu og leikni í meðferð
móðurmálsins, sem ákjósanlegt hefði verið. Svo mikil brögð hafa verið að
málspillingu blaðanna, að margir hinir gáfuðustu og dómbærustu menn telja
íslenzkri tungu stórháska búinn af þeirri orsök. Enginn skilji þó orð mín
svo, að hvergi sjáist óvandað málfar nema í dagblöðunum. Allverulegur
hluti af prentuðu máli er undir sömu sök seldur. Hins vegar ber að fagna
því, að nú eru uppi á Islandi fleiri menn en nokkru sinni áður, sem rita á
fáguðu, frjóu og listrænu máli. En samt verður niðurstaðan sú, að meira
ber á bögubósunum og jarðvöðlunum heldur en snillingunum, enda er það
her manns, sem fæst við ritstörf hér á landi, ef miðað er við fólksf jölda. Eins
og nú horfir, virðist mér ekki vofa yfir, að hætt verði að skrifa vel og jafn-
vel ágætlega á íslenzku fyrst um sinn, en hitt er meginháskinn, að mál-
kennd almennings sljóvgist og mikið djúp staðfestist milli hans og ritfær-
ustu manna þjóðarinnar. En vegna mannfæðarinnar er tungunni þá voði vís.
Sennilega á þetta rót sína að rekja til breyttra atvinnu- og lifnaðarhátta
þjóðarinnar á síðustu áratugum, en út í þá sálma skal ekki farið hér.
Dagblöðin eru óneitanlega á meðal þeirra afla, sem stuðla að sljóvgun
máltilfinningar almennings. Menn hafa þar daglega fátæklegt og klaufalegt
orðaval, rangar orðmyndir og alls konar málleysur og hugsunarvillur fyrir