Helgafell - 01.04.1944, Síða 68
50
HELGAFELL
II.
Ritstjórn Helgafells fór þess á leit við mig í vetrarbyrjun á s. 1. ári, að ég
gerði nokkra könnun á íslenzku blaðamáli, á þann hátt að taka til athugunar
helztu landsblöðin frá einhverju ákveðnu tímabili, sem til væri tekið fyrir-
fram, eða að þeim tölublöðum óútkomnum, sem könnunin tæki til, svo að
girt væri fyrir hlutdrægni í vali þeirra. Ekki var ætlazt til, að auglýsingar
yrðu kannaðar í þessu skyni, því að eigi þótti sanngjarnt að leggja sama
mælikvarða á þær að öllu leyti og annað ritmál, og kom þá einkum til
greina, að naumast verður sneitt hjá ýmsum útlendum og hálfútlendum orð-
um í auglýsingamáli, ef það á ætíð að vera almennum lesendum full-
skiljanlegt.
Eg féllst á að gera þessa tilraun, og segir frá árangri hennar hér á eftir.
Blöð þau, sem tekin verða til athugunar í þessari grein, eru öll dagblöðin
í Reykjavík: Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Vísir og Þjóðviljinn. Eg þóttist
gera öllum jafnt undir höfði á þann hátt, en hins vegar hefði mátt véfengja
samanburðinn, ef tekin hefðu verið til athugunar jafnframt þau blöð, sem
sjaldnar koma út, því að þau standa á margan hátt öðru vísi að vígi. Eg
sá mér ekki fært að kanna fleiri en sex tölublöð af hverju blaði, og voru
til þess valin fyrirfram þrjú síðustu tbl. af hverju blaðanna í nóvember-
mánuði 1943 og þrjú síðustu tbl. þeirra fyrir miðjan desembermánuð s. á.
Árdegisblöðin (Alþbl., Mbl., Þjóðv.) eru því frá 27., 28. og 30. nóv., og
12., 14. og 15. des., en síðdegisblaðið (Vísir) frá 27., 29. og 30. nóv., og
13., 14. og 15. desember.
Nú verður vikið að nokkrum helztu mállýtunum og málleysunum í þess-
um fjórum blöðum um sex daga skeið og þeim skipt í flokka, lauslega þó,
eftir eðli þeirra. Færa mætti rök að því, að ekki séu allar ambögurnar greina-
höfundunum að kenna, heldur sumar til orðnar fyrir handvömm prentara og
prófarkalesara, en ég sé ekki ástæðu til að hlífast miklu fremur við hirðu-
leysi en fáfræði í þessum efnum. Auglýsingar lét ég allar ókannaðar, sam-
kvæmt framansögðu. Taflan, sem hér fer á eftir, sýnir, hvernig þessi lausa-
fjáreign skiptist á milli blaðanna. Gert er ráð fyrir, að lesendum sé almennt
kunnugt um misjafna stærð dagblaðanna og þeir minnist hennar við sam-
anburðinn. Svigatölurnar í greininni aftan við nöfn blaðanna tákna dag-
setninguna, síðu og dálk. Leturbreytingar eru gerðar af mér.
TAFLA UM MÁLLEYSUR OG MÁLLÝTI
fjögurra dagblaSa í sex daga.
1 Alþýðublaðinu reyndust 102 málvillur eða að meðaltali á dag 17
- Morgunblaðinu — 215 — — — — - — 36