Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 71
TUNGUTAK DAGBLAÐANNA
53
. . . en almannaheill hefir aldrei krafizt að enginn eigi neitt, heldur hið
þveröfuga (Vísir 14/12, 2,2). — Heldur er því þveröfugt farið, mun höf-
undur eiga við.
Hafa hvorttveggja fengið liðsauka til vígstöðvanna (Mbl. 28/11, 1,4) —
hvorttveggja er þarna haft um Kínverja og Japana, á að vera hvorir tveggja
(hvorirtveggju).
. . . hjá Ríkisskip og Eimskip (Alþbl. 12/12, 7,2). Mjög hvimleitt er það
— og raunar vísir að skrílmáli —, þegar alíslenzk orð eru notuð í alls konar
samböndum án þess að hlíta byggingarreglum málsins, eins og mjök tíðkast
um þessi orð. Þá finnst mér og viðkunnanlegra að hafa eignarfallsendingu í
eftirfarandi dæmum, þótt um erlend nöfn sé að ræða:
Eden flutti þingheimi kveðju Churchill (Alþbl. 15/12, 3, 2—3) . . . sendi-
herrar Bandaríkjanna, Rússlands, Spánar og Portúgal (Alþbl. 15/12, 3,
2—3) . . . til aðstoðar við her Tito (Vísir 15/12, 1,3). — Vísir segir raunar
nokkrum línum neðar: 1 hernaðartilkynningu Titos.
Öll málsmeðferð hans ber þann blæ hógværðar og sanngirni, sem hon-
um er /agið (Mbl. 28/11, 7,2). — Þessum manni er ekki lagin (eða lagið,
ef draga skal dám af höfundi) listin að skrifa.
Gígurinn . . . er um meter á dýpt (Þjóðv. 15/12, 1,5). — . . . þá hefði
kjötkílóið kostað yfir 10 kr., mjólkur/ífirinn yfir 2 kr. (Þjóðv. 28/11, 5,4).
— Hin auðkenndu orð heita á lögboðinni íslenzku metri og litri (veik beyg-
ing), enda verður ekki séð, að annar búningur fari þessum tökuorðum betur.
. . . fá sér svona byssu . . . til að skjóta með flugeldana á gamlárskvöld
(Þjóðv. 14/12, 4,3). I þessu sambandi stýrir sögnin að skjóta þágufalli, en
ekki þolfalli.
Þetta verður til þess að gera mann einbeittari og einlægari í garð hvers
annars (Alþbl. 30/11, 5,3). — Hér á að vera: . . . menn . . . hvern i ann-
ars garð.
. . . þingmennirnir . . . lýsa hverjum öðrum herfilega (Vísir, 27/11, 2,1).
Rétt: . . . lýsa hver (eða hverjir) öðrum herfilega.
Hin hraða sókn Rússa . . . hefur flutt sovétherina . . . mjög nærri hvor-
um öðrum (Þjóðv. 12/12, 1, 2—3). — Ljósara væri að orða þetta eitthvað
á þessa leið: Vegna hinnar hröðu sóknar Rússa hafa sovétherirnir (eða:
-herjarnir) nálgazt mjög hvor annan.
2. Rangar tilvísanir:
G . . . Þ . . . beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra, sem vakti hina
mestu athygli (Alþbl., 12/12, 2, 3—4).
Gerði þingið ályktun um það (þ. e. sjálfstæðismálið), sem lýsir þeirri
óhögguðu stefnu flokksins . . . , að . , . (Alþbl., 30/11, 2,3).