Helgafell - 01.04.1944, Síða 73
TUNGUTAK DAGBLAÐANNA
55
eru úr ræðu, sem Stalín hélt 7. nóv. Betur, að bóndinn í Kreml frétti ekki,
að vinir hans hér á landi færi hugsanir hans í slíka orðaleppa.
En að það eitt eigi að ráða, ef einstaklingsframtakið ekki nægir, nær
vitanlega engri átt (Vísir, 13/12, 3,5).
Hvort ungfrú þessi, sem upplýst er í kærunni að heiti upp á íslandi
Ágústa M. Jóhannsdóttir frá ísafirði . . . hefur stefnt „Philadelphian In-
quirer“ . .-. er enn óupplýst (Alþbl., 28/11, 2,5).
Hver hagur verkamannastéttinni er að þessu er auðséð (Þjóðv., 28/11,
5,5).
. . . en hve miklu sú hækkun nem'ur, var ekki fullkomlega ljóst í gær-
kveldi (Alþbl., 14/12, 2,3).
Við hvaða hitastig þetta fer fram, hefir minni þýðingu (Vísir, 15/12,
8,2).
Hvort mynd er hlutkennd eða óhlutkennd, er spurningin jafnt um list-
áhrif hennar (Þjóðv., 30/11, 3,4). — Þó að sem sé bætt inn í á eftir hvort,
er spurningin jafnt um listáhrif setningarinnar.
Skatta alla og gjöld yrðu ríl^isins verþamenn að greiða (Mbl., 12/12,
8,1-2).
Það, að þessi maður var eiginmaður minn, breytti ekki neinu í mínum
augum (Alþbl., 14/12, 8,3).
Eg vil leyfa mér að benda G. H. á, að það, hvort um er að tala hrað-
frystingu eða eigi, er ekki mælt á hitamæli eingöngu (Vísir, 15/12, 5,4).
Á hinum opinberu skrifstofum, þótt auðvitað sé þar hinn vinnandi lýð-
ur, finnst hinum óviðkomandi, sem inn lítur, að það sé ekki hálft dagsverk,
sem einstaklingnum sé ætlað (Þjóðv., 30/11, 2,2).
lélegur fiskur, frá, þótt ekki væri nema einu húsi, getur stórlega spillt
íyrir framtíðarmöguleikum. (Vísir, 15/12, 5,2).
Það var síðasta tilraun Þjóðverja til að hefja stóra sumarsókn, og ef hún
heppnaðist, til að bæta sér upp töp sín. (Þjóðv., 27/11, 5,1).
Fyrr en sá skilningur verður almennur, getur hver og einn sjálfum sér um
kennt, ef mistök verða í byggingu bæjarins (Vísir, 29/11, 2,5). — Hugsunar-
villa er að nota fyrr en í þessu sambandi, eins og bezt sést, ef setningaröðin
er eðlilegri: Hver og einn getur sjálfum sér um kennt, fyrr en sá skilningur
verður almennari, ef mistök verða í byggingu bæjarins. Hér á auðvitað að
standa þar til eða jbangað til.
Það er engin ástæða til innanbæjar, þar sem götulýsing er, að aka með
sterkum eða háum ljósum (Vísir, 30/11, 2,6). — Ástœðulaust er að a^a
með sterþum eða háum Ijósum innanbœjar, þar sem götulýsing er, væri ís-
lenzkulegra og rökréttara.
En hið sanna er, að hann (þ. e. Einar Arnórsson) hefir eftir sem áður