Helgafell - 01.04.1944, Síða 74
56
HELGAFELL
haldið dómaraembættinu, og er ómögulegt annað að segja, en að það sé
mjög óviðkunnanlegt, þó að það hefði ekki beinlínis þurft að koma að neinni
sök, ef hann hefði ekki meira að segja gegnt embættinu í einstökum til-
fellum, þrátt fyrir hið nýja embætti sitt sem ráðherra, eins og nú hefur verið
upplýst, og þar með höggvið að minnsta kosti mjög nærri anda og bókstaf
sjálfrar stjórnarskrárinnar (Alþbl., 14/12, 4,1). — Einhver hefði líklega
reynt að skipta þessari málsgrein. ,
Þá verður stundum að fara með fyrirvinnu heimilisins upp í ,,Stein“.
Annars er það til allra (svo !) hamingju sjaldgæft. Ajtur á móti, sem jer
vaxandi, en það er dryþþjusl^apur unglinga á aldrinum 15—20 ára, hann
virðist haja jarið vaxandi einþum síðustu ár. (Mbl. 28/11, 2,3). — Erfitt
er að gera sér í hugarlund, að unnt sé að setja jafngreinilega hugsun af-
káralegar fram.
Eldhúsumræðunum frá Alþingi er nú lokið. — Sumir höfðu kveðið upp
sinn dóm fyrir fram. Menn, sem finnst þeim komi stjórnmál ekkert við, en
ef þau verða á vegi þeirra, er allt, sem þar að lítur (svo!), léttvægt fundið,
rugl, vitleysa og leikaraskapur (Mbl. 27/11, 6,1—2).
4. Dönsþusliotið mál.
Enn eimir nokkuð eftir af dönskum og hálfdönskum orðum og orðatil-
tækjum í blöðum ekki síður en í mæltu máli. Hér eru nokkur sýnishorn:
Að honum stóð enginn frændahringur né flokkur velunnara (Vísir, 14/12,
2,5). — Hví ekki: frændgarður né vinahópur ?
. . . bauð nokkrum Velunnurum happdrættisins (Mbl., 14/12, 12,2)
tilvalið tækifæri fyrir þá velunnara blaðsins . . . (Þjóðv., 15/12, 1,2—3),
Velunnarar félagsins (Mbl. 14/12, 2,1), ýmsir gamlir Velunnara (svo!) fé-
lagsins (Vísir, 13/12, 1,2). Fleiri dæmi mætti nefna úr þessum fáu blöðum.
Danska orðið Velynder er prýðilegt orð, en velunnari sómir sér illa í íslenzku.
Um mörg orð er að velja: góðvinur, hollvinur, vinur, vildarmaður, unnandi,
stuðningsmaður, allt eftir sambandinu.
. . . eins og svo margt annað böl nú til dags....(Alþbl. 27/1 I, 2,5).
Þetta er ómenguð danska. Nú á tímum er íslenzka.
. . . hann vakti í alla nótt, til þess að reyna að jinna út, hvað það var
sem hann hafði ásett sér að gera. — Nú, jann hann svo út, hvað það var ?
(Mbh, 27/11, 11,3). Það er mér ómögulegt að jinna út (Mbh, 30/11, 11,3).
Óuppjylltar þarfir líkamans sáu fyrir því (Alþbl. 27/11, 8,4).
Hann var svertingi, er hlaut frelsi sem barn. (Vísir, 15/12, 3,6), — hlaut
frelsi barn (að aldri).
Hvað þommúnista og jylgismenn þeirra snerti, þá kom hernaðarbylting