Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 82
64
HÉLGAFELL
Lað Ifœldi mig að sjá, hvílík áhrif konungdómurinn hafði á hann, jafn-
vel hinn hlédrægði (svo !) óformlegi konungdómur Pimperell (Alþbl., 30/1 I,
8,2).
Vonast eigendur til að hægt verði að jullnœgja þeirri eftirspurn, sem nú er
eftir bílum, til fulls (Vísir, 30/11, 1,6).
Hér verður staðar numið. Ástæða hefði verið að tína til miklu fleiri
dæmi um málvillur, en rúmið leyfir það ekki. Af nógu var þó að taka, eins
og taflan her að framan ber með sér. Samt taldi ég ekki fram í henni annað
en ótvíræðar málvillur, sleppti lágkúrulegu og klaufalegu orðalagi og öllu
því, sem færa matti til sanns vegar, þó að til þess þyrfti oft mjög góðgjarnan
skilning. Prentvillur og stafsetningarvillur voru svo margar, að mér hraus
hugur við að kasta tölu a þær, og mun ég ekki þreyta lesendur né angra
blaðamenn með framtali þeirra.
IV.
En víðar er pottur brotinn en hjá blöðunum. Málinu er misþyrmt á ýms-
ar lundir í fjölda bóka, sem út eru gefnar. Og það eru ekki allt óhlutvandir
gróðabrallsmenn, sem standa að þeim. Þess er ekki langt að minnast, að
Menningarsjóður gaf út þýdda bók, sem var höfð að háði og spotti fyrir
bögumæli. Venjulega er málfar á bókum ekkert gagnrýnt í ritdómum. Og
reyndar er ég ekki viss um, að fundið hefði verið að umræddri bók Menn-
ingarsjóðs, ef svo hefði ekki staðið á, að svæsnar deilur voru þá háðar um
starfsemi sjóðsins. Þá hefur Skírnir, hið gamla og merka tímarit, nýlega
sætt þungum dómi fyrir hirðuleysislega meðferð á íslenzkri tungu (Jón Helga-
son, prófessor: Skírnir og íslenzkan, Frón, 3. h. 1943, bls. 149—159).
Ætla mætti, að Háskóli íslands léti ekki frá sér fara rit, sem væru gölluð
að málfari. Árið 1941 hóf hann útgáfu rits, sem nefnist Samtíð og saga,
safn fyrirlestra, er fluttir hafa verið á vegum háskólans og ,,ætla megi, að
eigi erindi til almennings”, eins og segir í formála fyrir 1. bindi. Svo undar-
lega bregður þó við, að á fyrstu meginmálssíðu í 1. bindi (bls. 9) eru a. m. k.
tvær málvillur, sem tekið mundi vera hart á við fullnaðarpróf í barnaskóla.
Þar stendur: ,,Ef vér í flugsýn rennum augunum yfir veraldarsöguna, þá
bera oss fyrst fyrir sjónir stólkonungar Austurlanda“. Og enn, nokkru neðar
á blaðsíðunni: ,,ÞaS er þessa atburðar, sem ég ætla að minnast að nokkru“.
Er leitt til þess að vita, að höfundinum skuli verða þetta á, einkum þar sem
hann kann vel að meta göfgi tungunnar, eins og eftirfarandi orð hans votta:
,,Eins og menn vita, eru hin andlegu verðmæti hverrar þjóðar aðallega
fólgin í tungu hennar, sögu og bókmenntum, skáldskap hennar og lista-
verkum. Og þar eð þau flest, ef ekki öll, eru skráð á tungu þjóðarinnar, má