Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 83
TUNGUTAK DAGBLAÐANNA
65
segja, að hún sé einskonar samnéfnari þessa alls“. (Samtíð og saga 1,
bls. 73).
Ollum hlýtur að vera ljóst, hvílík höfuðnauðsyn það er, að nákvæmt og
ótvírætt orðalag sé í lögum landsins. Það getur haft hinar háskalegustu af-
leiðingar, ef orð eru notuð þar í alrangri merkingu. Þess er því að vænta,
að gengið sé úr skugga um, hvort orðalag í lögum og tilskipunum getur
orkað tvímælis, áður en þau ná fullnaðarsamþykkt. Hér skal nefnt eitt dæmi
þess, að 'svo hefur ekki verið gert. Næstum hálfu ári eftir að fyrst var kos-
inn ríkisstjóri á Islandi, urðu íslenzk stjórnarvöld þess vísari, að ríkisstjóri
þyrfti að hafa sérstakan fána. Var þá gefin út svohljóðandi tilskipun (Stjórn-
artíðindi 1941 A-deild, bls. 279, lög nr. 119, 9. des.) :
RÍKISSTJÓRl ISLANDS
gjörir \unnugt: Að ég samkvæmt tillögum ríkisstjórnar Islands hef úrskurð-
að þannig:
Fáni ríkisstjóra Islands skal vera hinn íslenzki tjúgufáni, en á hann
miðjan sé markað stórt, gullið R í hvítum jerstrendum reií.1*
Gjört í Reykjavík, 9. desember 1941
(Undirskriftir ríkisstjóra og forsætisráðherra).
Rétt er að geta þess, að hér er ekki um lög að ræða, er farið hafi í gegn-
um sex umræðna hreinsunareld á alþingi (þótt ekki muni fyrir synjandi,
að þar megi finna eitthvað svipað) heldur tilskipun, sem samin hefur verið
í stjórnarráðinu og þvf næst rædd og samþykkt á ríkisráðsfundi, þar sem
þá áttu sæti fimm ráðherrar og ríkisráðsritari, auk ríkisstjóra. Má segja, að
hingað til hafi sá óljósi skilningur þjóðstjórnarinnar á mismun flatarmáls
og rúmmáls, er hér gætir, ekki komið að verulegri sök, en að öllu athuguðu
virðist engin ástæða til að harma það, að fimmta víddin skyldi ekki vera
komin í leitirnar fyrir valdatíð téðrar ríkisstjórnar.
Bjarni Vilhjálmsson.
i) Auðkennt hér. — Höf.
HELCAFELL 1944
5