Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 87
SAGAN AF FORD
69
og þar sem hann rorraði þarna á setfjölinni, klæddur eins og trúður, í
nærskornum síðjakka, með háan flibba og pípuhatt, og ók hinu vélknúða
vagnskrifli sínu aftur og fram eftir ójöfnum og illa flóruðum götunum í De-
troit,
fældi stóra ölkerrujálka og strokna reiðhesta og grunlausa vegfarend-
ur með hvellum og skellum í vélinni,
þá var hann að svipast um eftir mönnum, sem væru nógu ruglaðir í koll-
inum til þess að vilja leggja fé í verksmiðju til þess að smíða bíla.
Hann var elzti sonur írsks innflytjanda, sem hafði kvænzt í Þrælastríðinu
dóttur auðugs hollenzks bónda í Pensylvaníu og setzt að búi sínu í nánd
við Dearborn í Wayne-fylki, Michigan;
og eins og fjöldi amerískra drengja, lærði Henry Ford þar að hata óslökkv-
andi hatri hinn endalausa fjósmokstur og mykjustaut, leðjuna á blautum ökr-
um, svitastundirnar, þrældóminn og einveruna á sveitabænum.
Hann var grannvaxinn, ötull unglingur, góður skautamaður, völundur
í höndunum; honum var yndi að föndra við áhöldin, en láta aðra um stritið.
Móðir hans hafði sagt honum, að hann mætti aldrei drekka, reykja, spila um
peninga né stofna sér í skuldir, og hann gerði það aldrei.
Þegar hann var rúmlega tvítugur, reyndi faðir hans að ná honum heim frá
Detroit, þar sem hann vann að vélgæzlu og viðgerðum hjá h. f. Þurrkví,
sem smíðaði vélar í gufubáta, og gaf honum fjörutíu ekrur lands í því skyni.
Ungi Henry byggði sér nýbýli eftir síðustu tízku, íbúðarhús með gervi-
helluþaki og kvæntist og tók að búa í sveit,
en hann lét verkamenn vinna að bústörfum;
sjálfum sér keypti hann stórviðarsög; leigði sér rafstöð til að knýja hana og
fletti síðan timbri af skógarteigunum.
Hann var sparsamur efnismaður, sem aldrei drakk, reykti, spilaði
né fór á fjörurnar við konu nágranna síns, en honum var lífsómögulegt að
endast til þess að búa í sveitinni.
Hann fluttist til Detroit, og í múrsteinshlöðu á bak við hús sitt fiktaði hann
árum saman í tómstundum sínum við að finna upp bíl, sem skriði yfir landið,
vélvagninn, sem væri nógu léttur til þess að bruna yfir leirborna vagnvegina
í Wayne-fylki, Michigan.
Árið 1900 hafði hann tilbúinn nothæfan vagn til þess að koma á fram-
færi.
Hann var orðinn fjörutíu ára gamall áður en Ford-mótorfélagið var stofnað
og skriður komst á framleiðsluna.
Hraði var hið fyrsta, sem frumherjar bílaframleiðslunnar sóttust eftir.
Kappakstrar voru áhrifamiklar auglýsingar fyrir bílaframleiðendur.