Helgafell - 01.04.1944, Síða 90
72
HELGAFELL
Hann leigði sér gufuskip, Ós\ar II að nafni, og fyllti það friðarvinum
og félagsmálabröskurum,
til þess að skreppa yfrum og útskýra fyrir konungakindum Evrópu,
að það, sem þeir hefðu fyrir stafni, væri glæpsamlegt og heimskulegt.
Það var ekki hans sök, þó að heilbrigð skynsemi stjórnaði ekki lengur
heiminum, og flestir af friðarvinunum væru fábjánar,
ærðir af slagorðum.
Þegar William Jennings Bryan fór til Hoboken til þess að kveðja hann,
þá rétti einhver William Jennings Bryan íkorna í búri; William Jennings
Bryan hélt ræðu með íkornann undir hendinni, Henry Ford kastaði rósum
til múgsins. Hljóðfæraflokkur lék: Ég 61 ei til þess dreng, að hann yrði
dáti. Strokuhjú voru hátíðlega gefin saman af kúgildi klerka þar í salnum,
og Mr. Zero, hinn málskrafsmikli mannvinur, sem kom of seint niður í
skipakvíarnar til þess að ná að fljóta með,
stakk sér í Norðurá og svam á eftir skipinu.
ósl^ari II var lýst sem fljótandi ævintýrahöll; Henry Ford sagði, að hann
væri einna líkastur þorpi í Mið-Vesturlandi, en um það leyti, sem þeir komu
til Kristjánssands í Noregi, höfðu fréttaritararnir gengið svo nærri honum, að
hann hafði fengið fótaköldu og var farinn í rúmið. Veröldin var langsamlega
of fjarri lagi utan Waine-fylkis, Michigan. Frú Ford og verksmiðjustjórnin
sendu eftir honum erkidjákna, sem fluttu hann heim dúðaðan í ábreiður,
og friðarvinirnir urðu að halda ræður sínar án hans.
Tveim árum síðar var Henry Ford farinn að framleiða hergögn og ,,af-
morsstígvél“. Henry Ford var að ráðgera eins manns skriðdreka og eins
manns kafbát, eins og þann, sem reyndur var í Frelsisstríðinu.
Hann tilkynnti blöðunum, að hann mundi afhenda stjórninni allan stríðs-
gróða sinn,
en engar fregnir fara af því, að hann hafi nokkru sinni gert það.
Meðal þess, sem hann kom með úr för sinni,
voru ,,Gjörðabækur öldunganna í Zion“.
Hann hóf áróður í Dearhorn Independent til þess að upplýsa heiminn. Það
var Gyðingum að kenna, að heimurinn var ekki eins og Waine-fylki, Michig-
an, í fornöld dráttarhestsins og rimlavagnsins;
Gyðingarnir áttu upptökin að stríðinu, bolsévismanum, darwinismanum,
marxismanum, Nietzsche, stuttpilsunum og varalitnum. Þeir stóðu á bak við
Walí Street og hina alþjóðlegu bankajöfra, hvítu þrælasöluna og kvikmynd-
irnar, Hæstaréttinn, fylliríið og landann.
Henry Ford gekk í skrokk á Gyðingum, bauð sig fram við öldungadeildar-
kosningar og fór í meiðyrðamál við Chicago Tribune,