Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 91
SAGAN AF FORD
73
og varð aðhlátursefni leigublaðanna í höfuðborginni,
en þegar höfuðborgarbankarnir ætluðu að fara að þjarma að viðskipta-
starfsemi hans,
gekk hann þeim úr greipum og reyndist þeim öllum slungnari.
Árið 1918 hafði hann tekið víxla til þess að kaupa upp hlutabréf. félaga
sinna í Ford fyrirtækjunum, hvorki meira né minna en sjötíu og fimm millj-
énir dollara.
1 febrúar 1920 þurfti hann á reiðufé að halda til þess að greiða nokkra af
pessum víxlum, sem þá voru að falla. Það er talið, að bankajöfur einn hafi
heimsótt hann og boðið honum hvers konar aðstoð, ef fulltrúi bankaeigenda
yrði gerður að meðlimi forstjóraráðsins hjá Ford. Henry Ford rétti bankakóng-
inum hatt sinn os sneri sér að því að afla fjárins á eigin spýtur:
hann sendi á markað hvern einasta vagn, sem hann átti í verksmiðjunni,
og krafði umboðsmenn sína um greiðslu út í hönd. Látum aðra lifa á lán-
um! hafði alltaf verið meginlífsregla hans. Hann stöðvaði framleiðsluna
og ógilti allar efnispantanir. Fjöldi kaupmanna varð gjaldþrota, og efnis-
salarnir komust á vonarvöl, en þegar hann opnaði verðsmiðju sína á ný,
átti hann hana einn og óskorað,
á sama hátt og maður á óveðsetta jörð með alla skatta greidda.
Árið 1922 hófst forseta-gullöldin fyrir Ford (há laun, vatnavirkjanir, iðn-
aður út um hinar dreifðu byggðir), sem vandlega hafði verið klakið út á
bak við tjöldin
af öðrum gervi-lífsspekingi,
Calvin Coolidge;
en árið 1922 seldi Henry Ford eina milljón þrjú hundruð þrjátíu og tvö
þúsund tvö hundruð og níu bíla; hann var nú auðugasti maður í heimi.
Góðir vegir höfðu komið í stað troðninganna, sem gerð T hafði rutt í
leðjuna. Bílagróðaöldin stóð sem hæst. Hjá Ford var framleiðslan að taka
sífelldum framförum; minni sóun, fleiri eftirlitsmenn, njósnarar og þefarar
(fimmtán mínútur til hádegisverðar, þrjár mínútur til þess að ganga örna
sinna. Taylor-hraðakerfið allsstaðar í framkvæmd, láta aldrei verða augna-
bliks hlé, renniborði, véltengur, lyftigreipar, sjálfskeri, renniborðivéltengur-
lyftigreiparsjálfskeri! þangað til hver dropi af lífsblóði var soginn inn í
framleiðsluna, og verkamennirnir vöfruðu heim á kvöldin eins og gráar,
skjálfandi vofur).
Ford átti allt smátt og stórt, sem þurfti til framleiðslunnar, frá því að járn-
grýtið kom úr fjöllunum og til þess er vagn rann fullgerður út af endanum á
renniborðanum, knúinn sinni eigin vél, starfið var hnitmiðað, allt niður í
tíu þúsundustu úr þumlungi, mælt á Jóhansens mælikvarða;
árið 1926 hafði framleiðslutímanum verið þrýst niður í áttatíu og eina