Helgafell - 01.04.1944, Side 92
74
HELGAFELL
klukkustund á vagn frá því, er vinnsla járngrýtisins Kófst í námunni og til
þess, er vagninn rann af stað gljáfægður og fullbúinn til sölu,
en gerð T var orÖin úrelt.
Nýaldarvelmegunin og Ameríska áætlunin,
(en það fylgdi böggull skammrifi; það fylgir alltaf böggull skammrifi)
höfðu gert útaf við bílana.
Ford var aðeins einn af mörgum bílaframleiðendum.
Þegar verðbréfasápukúlan sprakk,
sagði Ford, gervi-lífsspekingurinn, himinlifandi:
SagSi ég ykkur ekki !
mátulegt á ykkur fyrir að steypa ykkur út í fjárglæfra og skuldasöfnun !
En fólkið er heilbrigt!
En þegar fólkið, sem gekk á botnlausum skóm, gauðslitnum brókum,
með hungurólina strengda um innantóman kviðinn
og skýldi krókloppnum, iðjulausum höndunum í vösum köldustu kulda-
dagana í marz 1932,
tók að ganga kröfugöngu frá Detroit til Dearborn og heimta vinnu og
ameríska framkvæmdarsnilli, þá voru vélbyssur hið eina, sem þeim datt í
hug hjá Ford.
FólkiS var heilbrigt, en þeir skutu göngumennina niður,
skutu fjóra af þeim til bana.
1 elli sinni er Henry Ford orðinn óseÖjandi fornleifasafnari,
býr innan víggirðinga á búgarði föður síns, umvafinn þúsundum ekra
af frjósömu landi, varinn hersveitum uppgjafadáta, ritara, leynilögreglu-
manna og slagsmálahunda undir stjórn fyrrverandi verðlaunaboxara,
síhræddur við fæturna á botnlausum skónum úti á vegunum, í eilífri
angist, um að glæpamenn ræni barnabörnum hans,
að geðbilaÖur maður skjóti hann,
að breyttir tímar og iðjulausar hendur atvinnuleysingjanna brjótist í gegn
um hliÖin og yfir girðingarnar,
varinn af einkaher
gegn hinni nýju Ameríku sveltandi barna, innantómra maga og skólausra
fóta, sem troða aur vegarins,
þeirri Ameríku,
sem hefur gleypt hinar gömlu byggÖir sparnaðarbændanna
í Waine-fylki, Michigan,
svo að þeirra sér ekki stað.
I elli sinni er Henry Ford orðinn
óseðjandi fornleifasafnari.