Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 93
LECONTE DE LISLE:
Tunglskin
1. 2.
ÍSGRÁTT er hafið, kyrrt og kalt og autt, LANGT inni í austri bleikur bjarmi rís,
á kvöldsins legi rís ei bylgja nein birtist og hverfur aftur, skín á ný
né heldur gjálpar gráð við unnarstein. mjúklega gegnum mökkvann eins og ský.
ísgrátt er hafið, kyrrt og kalt og autt. Langt inni í austri bleikur bjarmi rís.
Af himni ei augað nemur nokkurt ljós, Uppi yfir sænum svifar hann um stund,
nótt er í vændum, dagur liðinn brott: seytlar í gegnum rökkurúðans lín,
um kviknun, sloknun eygir engan vott. á litlaust húmið bregður bjartri sýn.
Af himni skín ei nokkurt næturljós. Uppi yfir sænum svifar hún um stund.
Héðan er löngu floginn sérhver fugl,
fátækleg sýn er þetta gráa haf,
óyndissýn, sem leiða leggur af.
Héðan er löngu floginn sérhver fugl.
ÞÁ brýzt í gegnum myrkrið mjallhvítt ljós
og marinn skelfur snöggt og kvikar við,
og tunglið gægist gegnum loftsins hlið,
og gegnum mistrið blikar snjólivítt ljós.
Fríða Einars ísl.
Hann endurbyggði bæ föður síns og gerði hann nákvaemlega eins og
hann mundi hann úr æsku. Hann byggði heilt þorp og safnaði þangað
rimlakerrum, sleðum, hestvögnum, gömlum plógum, myllnuhjólum og
úreltum gerðum af bílum. Hann lét leita um þvert og endilangt landið
að fiðluleikurum, sem kynnu að spila gömul sveitadanslög.
Hann keypti jafnvel gamlar knæpur og breytti þeim í þeirra upprunalegu
mynd, svo sem hann og keypti hinar upphaflegu tilraunastofur Edisons.
Þegar hann keypti gistihúsið Wayside í Sudberry, þá lét hann færa nýja
þjóðveginn, þar sem tízkuvagnarnir þutu öskrandi framhjá eins og kólfi væri
skotið (hi8 nýstárlega hljó8 bílsins),
burt frá dyrum sínum,
lét leggja þangað aftur gamla götuslóðann,
svo að allt skyldi vera
eins og það var
á dögum dráttarjálksins og rimlavagnsins.
Sigur8ur Einarsson isl.