Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 97
SKOÐANAKÖNNUN
79
þess, að drjúgur meiri hluti brezku
þjóðarinnar bæri fullt traust til Cham-
berlains. Harrison vekur athygli á
því, að þegar á það sé litið, að Churc-
hill hafi tekið við völdum af Cham-
berlain nokkrum vikum síðar við yfir-
gnæfandi fylgi og fögnuð þjóðarinnar,
megi ætla, að skýringin sé sú, að
ýmsir hafi kinokað sér við að láta
uppskátt um það vantraust á Cham-
berlainstjórninni, sem þeir höfðu á
henni undir niðri, ef til vill án þess
að það væri þeim full-ljóst sjálfum,
en eftir ófarirnar í Noregi hafi slíkar
dulskoðanir brotizt fram í stríðum
straumi almenningsálitsins, án þess
að nokkur skoðanakönnun hefði getað
sagt slíkt fyrir.
Af því, sem hér hefur verið sagt,
má gjörla sjá, að fullyrðingar um ó-
skeikulleik skoðanakönnunar hafa
ekki við rök að styðjast. En sé slík
könnun framkvæmd hlutlaust og
hyggilega, tel ég engan vafa á því,
að stjórnmálamönnum, áhuga- og
fræðimönnum á sviði félagsmála, svo
og sagnfræðingum, geti orðið hún
harla gagnleg.
Sé litið yfir skoðanakannanir í
Bandaríkjunum á síðari árum, er t. d.
hægt að finna á því fróðlegar skýring-
ar, hvernig skoðanir almennings á ut-
anríkismálum hafa breytzt. Árið 1940
voru bandarískir borgarar spurðir
þessarar spurningar hvað eftir ann-
að: Hvort álítið þér hyggilegra fyrir
Bandaríþin: að reyna að halda sér
alveg utan Við ójriðinn eða hjálpa
Bretum og eiga þá jafnvel á hœttu
að lenda x styrjöldinni ? f maímán-
uði 1940, — meðan orustan um Frakk-
land var háð — vildu aðeins 36%
kjósenda hjálpa Englandi og eiga um
leið á hættu að lenda í styrjöldinni, en
í júlí hækkaði talan upp í 39%, i
ágúst var hún 47%, í september, —
þegar orustan um Bretland stóð sem
hæst — hafði hún náð 52%, og í
desember var hún 60%. Þetta er að-
eins eitt dæmi, sem sýnir, hvernig
hægt er að fylgjast með þv' fyrir at-
beina skoðanakönnunarinnar, hvenær
og hvers vegna almenningsálitiÖ í
Ameríku breyttist þannig, að það
leiddi að lokum mjög svo óherskáa
þjóð út í núverandi heimsstyrjöld við
hlið Breta.
Ymsar nýlegri atkvæðagreiðslur eru
athyglisverðar á sama hátt. Stundum
virðist hvarfla að Bretum, að Banda-
ríkjamenn hyggi á heimsdrottnun. Hér
geta þeir (megum við íslendingar vera
með ! — Þýð.) séð niðurstöður skoð-
anakönnunar, sem fram fór snemma
á þessu ári. Kjósendur áttu að segja
til um, hver af fjórum eftirfarandi
setningum kæmist næst þeirra eigin
skoðun. 7% sögðu : Bandaríþin eiga að
afsala sér öllu því landi utan Banda-
ríkjanna sjá'fra, sem erfitt er að verja,
— 41 % sögðu : Bandarikin œttu að láta
sér nœgja það landrými, sem þau
réðu yfir fyrir styrjöldina. — 37%
sögðu: Bandarxkin œttu að reyna að
afla sér nýrra hernaðarstöðva, en
einskis þar fram yfir. — (Þessi afstaða
getur í rauninni ekki verið neitt undr-
unarefni, þegar hafðar eru í huga ó-
farirnar við Pearl Harbour og hin
herfræðilega reynsla í styrjöldinni yf-
irleitt). — Aðeins 10% sögðu : Banda-
rxkin œttu að reyna að leggja undir
sig eins miþið af nýjum löndum og
þeim er framast unnt. (5% létu ekki
uppi neina skoðun). Þarna hafa Bret-
ar þetta svart á hvítu. Er raunveru-