Helgafell - 01.04.1944, Page 98
Á ÆSKU-
STÖÐVUM
Á mínar gömlu æskuslóðir enn
mig eitihvað dregur, þraut og gleði í senn.
Með sólskinsbros og bhðan elfarnið
mér býður hvammur grænn að staldra við.
Á smóragrund við blóan bergvatns straum
í brjósti mínu finn ég liðinn draum,
nem leiftur, er um hug minn forðum fló,
ég finn það kviknar aftur hér — og þó
að neinu ytra ekki leita eg hér
og ekki þrói eg neitt, sem horfið er.
Eg leita skyggnis minni sálarsýn
og söknuð finn —, en hann er gleði mín.
Þótt hjartaklökkvans kvöl mér vakni þá,
ég kýs mér hina gömlu, skyggnu þrá:
Einn bikar enn af blárri æskuveig,
úr brunni lífsins nýjan, djúpan ieyg!
Yngvi Jóhannesson.
legt gildi atkvæðagreiðslunnar undir
því komið, hvað almenningur á við
með „nýjum hernaðarstöðvum" ? ÞaS
má vel vera. Gæti verið, að einhverjar
,,innri“ skoðanir, sem kjósendur hafa
ekki látið í ljós, séu á einhvern annan
veg ? Sjálfsagt — á hvora hliðina sem
er. En þrátt fyrir það eru þessar tölur
um samkvæði kjósenda við setningum
með gjörsamlega hlutlausu orðalagi
stórum meira virði en þær upplýsingar,
sem ferðamenn henda á lofti í fáein-
um miðdegisveizlum, eða þær álykt-
anir, sem unnt er að draga af for-
ustugreinum blaðanna, — og að því
er virðist, bera þær vott um fremur ó-
herskáan hugsunarhátt almennings í
Bandaríkjunum.
AS lokum þetta: Ég held, að það
hafi verið George Gallup, sem sagði
einu sinni, að hvort sem þær skoðan-
ir, sem fram kæmu við kannanir sín-
ar, væru viturlegar eða ekki, yrði sú
reyndin á, þegar á allt væri litið, að
skoSanir almennings skiptust yfirleitt
á svipaðan hátt hlutfallslega og skoð-
anir hinna menntuðustu og margfróð-
ustu manna, er hann væri persónulega
kunnugur (þegar um væri aS ræða
þau mál, sem lægju utan við sérsvið
slíkra manna). Ég hygg að flestir,
sem kynnt hafa sér niðurstöður skoð-
anakannana af gaumgæfni, muni vera
á alveg sama máli. Almenningur vel-
ur og hafnar á svipaðan hátt og
,,mannval“ þjóðfélagsins. Betri vitn-
isburð getur lýSræðisskipulagið ekki
kosið sér.