Helgafell - 01.04.1944, Side 99
K AJ MU NK :
Fyrir orustuna við Kanne
Þessi leikþáttur er hið síðasta, sem kom út á
prenti eftir Kaj Munk, að honum lifandi. Hann
birtist í BOGREVYEN í desember s. 1., en síð-
ar kom út af honum sérprentun, sem hefur orð-
ið geysivinsæl í Danmörku. Hér fer fram sam-
tal, sem þeir eiga með sér kvöldið fyrir orust-
una við Kanne (216 f. Kr. b.), þar sem Róm-
verjar fóru hinar mestu hrakfarir, Hannibal,
hinn sigursæli leiðtogi Púnverja, og rómverski
hershöfðinginn Kvintus Fabius Maximus, nefnd-
ur cunctator, eða hœgfarinn, vegna undanhalds-
hernaðar síns í viðureigninni við Púnverja
(Kartagómenn). Fabíus er hér sýnilega með
ýmsum einkennum Churchills, eins og Hitler er
tamast að lýsa honum, en minnir einnig á
Chamberlain að sáttfýsi við árásarhöfðingjann
og jafnvel skírskotun til samstöðu gegn óvinum
beggja. Má segja, að túlkun höfundarins sé ekki
tvímælalaust geðfelld allsstaðar, en gæta ber
þess, að án einhverra slíkra aukasjónarmiða
hefði birting þáttarins vafalaust verið bönnuð
í Danmörku. En megintilgangur höfundarins
hefur greinilega verið sá að styrkja landa sína
í trúnni á ósigur nazista að lokum, er uppgang.
ur þeirra var sem mestur, enda ljóst, að þáttur-
inn er saminn áður en nazistar sjálfir neyddust
til að grípa til undanhaldshernaðar á öllum víg-
stöðvum. — Þátturinn er þýddur úr BONNIERS
LITTERÁRA MAGASIN, marzheftinu.
tjald í herbúðum punverja
VIÐ KANNE
TVEIR FYRIRLIÐAR Á VERÐI
1 • FYRIRLIÐI: Er hann að tala upp
úr svefni þarna inni ?
2. FYRIRL.: Að minnsta kosti er
hann að tala. En ekki upp úr svefni.
Einn hershöfðingjanna spurði hann
HELGAFELL 1944
einu sinni, hvort hann svæfi aldrei.
Hann svaraði: Þegar Róm er unnin,
þá ætla ég að sofa.
1. FYRIRL. : Þá líður nú óðum að
því, að hann gæti fengið sér miðdegis-
blund.
2. FYRIRL.: Hversu fjölmennan her
heldur þú, að þeir hafi á móti okkur ?
1. FYRIRL. f Veizt þú það ?
2. FYRIRL. : I mesta lagi áttatíu
þúsundir.
1. FYRIRL. : Og við fimmtíu þús-
undir! Þeir eiga með öðrum orðum
við margfalt ofurefli að tetja !
2. FYRIRL. : Já, meðan við njótum
forustu hans.
1. FYRIRL. : Hvað heldur þú, að
hann hugsi sér að gera við Róm ?
Brenna pestarbælið til kaldra kola ?
2. FYRIRL. : Það verður gaman að
sjá, hvernig hinir hávirðulegu öldung-
ar sóma sér í þrælahlutv~>-k-™ 1 Að
mínum dómi er þessi víðfrægi virðu-
leiki Rómverjanna órækur vottur um
úrkynjun. Þeir eru blátt áfram dauðir
úr öllum æðum af andlegri kölkun.
1. FYRIRL.: Nú hlær hann.
2. FYRIRL. : Hann skellir upp úr
yfir svarinu, sem hann lét afhenda
Fabíusi í gærkveldi.
1. FYRIRL. : Fabíusi ? Rómverska
hershöfðingjanum ?
2. FYRIRL.: Veiztu það ekki ? Fab-
íus gerði mann hingað og hét honum
fullum farargriðum, ef hann vildi
6