Helgafell - 01.04.1944, Side 101
FYRIR ORUSTUNA
83
rámi í, hvernig mjólk er á bragðið.
Aftur á móti hef ég dálitla leðurflösku
hérna við beltið — mér hættir svo við
að verða þurr í kverkunum — og þess
vegna nesta ég mig, svo að ég geti
vætt þær við og við. Ef þú misvirðir
ekki-----
HANNIBAL : Fjarri því.
FABlUS: Þú vilt víst ekki gera mér
þá gleði og sæmd að bragða — —
HANNIBAL: Ég hef þá reglu að
drekka aldrei annað en vatn og mjólk.
FABÍUS: Guði sé lof ! Guði sé lof og
dýrð! Hvílík stórvirki mundu liggja
eftir þig, ef þú drykkir vín, úr því að
mjólkin ein brýnir þér til slíkra dáða !
HANNIBAL: Ég býð hershöfðingja
Rómverja velkominn í herbúðir Pún-
verja.
FABÍUS : Fyrrverandi, kæri Hannibal,
fyrrverandi hershöfðingja ! Nú eru það
þeir Pálus og Varró, sem aðalábyrgð-
ina bera, að minnsta kosti, ef allt geng-
ur að óskum. Ef afskeiðis fer, er það
aldrei---
HANNIBAL: Óskar þú að tala við
mig í einrúmi ?
FABÍUS: — — er það aldrei fjarri
lagi að hafa gamlan ref eins og Fabí-
us með í ráðum. I einrúmi, sagðir þú.
Faðir minn sagði oft og tíðum : I ein-
rúm skal konu kjósa. Hafðu aldrei
vitni á ástarþingum og treystu aldrei
karlmanni vottalaust. Þó, þó, — sé
á það litið, hversu óvanalega stendur
á — í einrúmi, sagðir þú — nú jæja,
þá það.
HANNIBAL (gefur merki. Þeir verða
einir eftir) : Hver hefur sent þig hing-
að, Fabíus Maxímus ?
FABlUS: Sent — ja, sent! Var ég
sendur ? Ef ég vissi bara, hverju ég á
að svara. Á ég að segja: guðinn ? Á
ég að segja: hugboð ? Á ég að segja
— ja, ég veit ekki, hvað segja skal.
Ég kem ekki frá Varró. Ég kem ekki
frá Pálusi. Það mundi verða í meira
lagi skrýtið upplitið á þeim báðum, ef
þeir fengju pata af þessu móti. Ég
kem af sjálfsdáðum. Ég er maður ald-
urhniginn. Svo má fara, að ég deyi,
áður en ég fæ margar óskir uppfylltar
í viðbót. Ein þeirra hefur löngum ver-
ið sú, að sjá framan í þann mmann-
inn, sem valdið hefur oss Rómverjum
mestum vandræðum.
HANNIBAL: Ég hef mörgum sinn-
um reynt að lofa þér að sjá framan í
hann. Það var ekki mér að kenna, að
þú snerir alltaf baki við, þegar ég
kom.
FABlUS : Þótti þér miður, að ég gerði
það ?
HANNIBAL: I einlægni sagt, þótti
mér það miður.
FABtUS: Til þess var líka ætlazt.
Ég sé, að mér hefur þá tekizt það,
sem ég vildi.
HANNIBAL: Já, Fabíus Maxímus.
Að því leyti getur þú verið ánægður
með árangurinn. Þér tókst alltaf að
flýja. En sú velgengni var þjóð þinni
þó ekki nóg. Þeir uppnefndu þig og
kölluðu þig hœgfarann. Og þeir settu
þig af í þokkabót.
FABlUS : Og var ég þó eini hershöfð-
inginn, sem aldrei hafði beðið ósigur
í þessari styrjöld.
HANNIBAL : Mundu, að Rómverjar
eru hraust þjóð og mikillát. Þeir eru
ekki vanir að láta sér nægja að bíða
ekki ósigur. Þeir eru vanir að sigra.
Belgja sig út á sigrum. En Varró og
Pálus — hvenær ætla þeir að ráðast
til atlögu ? Eða eru þeir horfnir frá að
hefja sókn ?
FABlUS: Við höfum áttatíu þúsund-
ir manna.