Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 108
90
HELGAFELL
getið, að hann hefur haldið stuðlum og höf-
uðstöfum, en það er óþekkt fyrirbrigði í tékk-
neskum ljóðum.
Utgefandi bókarinnar er Evropsky Literární
Klub í Prag, og hefur verið mjög til hennar
vandað. I henni eru 12 heilsíðu litmyndir eft-
ir Antonin Strnadel og fjöldi pennateikninga
af norrænum fornminjum.
Bonniers Litterara Magasin, jan. 1944.
HERNAÐUR
OG HEIMSPÓLITÍK
ÉG SPÁI BYLTINGU í ÞÝZKA-
LANDI 1944
Árið 1944 mun stund hefndarinnar renna
upp yfir þýzka nazismann. Hitler mun reyna
að halda völdum með ógnarstjórn í Iengstu
lög, en þegar hermennirnir á vígvöllunum
neita að halda styrjöldinni áfram, verður borg-
arastyrjaldarlið Himmers magnlaust og einskis
virði.
Einstakir hlutar ríkishersins munu beinlín-
is leggja niður vopn, en heilar liðsveitir gera
upprcisn. Þcgar svo er komið, mun stjórn-
skipulagið taka að hrynja. Erlendir verkamcnn
og stríðsfangar f Þýzkalandi gera uppreisn.
Fyrst verður forustuliði cinræðisstjórnarinnar
steypt af stóli, en síðan fer skipulag þriðja
ríkisins að liðast í sundur.
Ríkisherinn mun bíða ósigur á suðurvíg-
stöðvum Rússlands. Þar verða úrslitin. Varnir
Þjóðverja á norðurvígstöðvunum, sunnan við
Lcníngrad, munu bila. Ósigur Þjóðverja á suð-
urvígstöðvunum mun opna rauða hernum leið
inn í Balkanlöndin og Dónárdalinn, en ósig-
urinn að norðan inn í Austur-Prússland.
Öngþveiti eitt bíður Jjýzka hersins í Austur-
Evrópu árið 1944. Leppríkin þar munu segja
skilið við hann hvert af öðru. Þar mun skæru-
hernaðurinn verða skæðastur. Á þeim slóðum
munu þýzkar hersveitir verða umkringdar á
undanhaldinu og samband þcirra við megin-
herinn rofið.
Innrásin að vcstan mun heppnast. Landher,
flugher og floti Breta og Bandaríkjamanna
mun reynast vörnum þýzka hersins ofurefli.
Ríkisherinn þýzki mun eiga um þetta tvennt
að velja: að halda liðinu vestur á bóginn og
gefast upp í Rússlandi, eða senda síðasta vara-
liðið á austurvígstöðvarnar og láta vesturvíg-
stöðvarnar óvarðar. Herinn skortir lið til að
halda við á báðum meginvígstöðvum sam-
tímis.
Sótt verður að þýzka hernum með grimmi-
legum þunga að austan, sunnan og vestan.
Varnarlínur hans verða rofnar á allar hliðar,
og framsókn Bandamanna verður ekki stöðv-
uð. Þessi styrjöld, er hófst á öllum vígvöll-
um sem þýzkt hreyfistríð, mun enda sem
hreyfistríð Bandaríkjanna, Bretlands og Ráð-
stjórnaríkjanna gegn þýzka hcrnum.
Af ósigrum Þýzkalands mun Iciða minnk-
andi þrck heima fyrir, en þá fer að verða
skammt til algers ósigurs — aðcins fáir mán-
uðir eða nokkrar vikur. En á þeim tíma mun
allt hatur þjóðarinnar á Hitler brjótast út af
ódæma hörku.
Atburðirnir munu gerast með margföldum
hraða. Herir Rússa, Breta og Bandaríkjamanna
munu beina hverri atlögunni eftir aðra að
herjum Hitlers. Skæruhernaður að baki þýzku
víglínunnar mun magnast og breytast í sam-
fellda uppreisn allra undirokuðu þjóðanna.
Vonleysi, stríðsþreyta og andstaða við Hitler
eykst jafnframt í Þýzkalandi.
Örlög Þriðja ríkisins árið 1944 eru alveg
augljós. Það ár mtin stjórnskipulag og hernað-
arvél Þýzkalands hrynja til grunna. Það er
enginn spádómur að skýra frá þcssu, heklur að-
eins upplýsingar um nánustu framtíð.
Max Werner, í Look, 1. jan. 1944.
ATHS.: Max Werncr er alþekktur fyrir
fjölda bóka um hernaðarefni, en einkum fræg-
ur fyrir bókina „The Military Strength of the
Powers", þar scm hann hélt fyrstur manna
fram yfirburðum Rauða hersins. Werner hef-
ur stundum gert sér til gamans að segja fyrir
um gang styrjaldarinnar. Hann spáði fyrir ár-
ið 1943, og kom allt fram, t. d. fall Ítalíu,
sigrar rauða hersins, bætt herstað Banda-
manna. Werner hélt því fram, að Banda-
menn gætu unnið styrjöldina árið 1943, ef þeir
snem vörn í sókn: „Attack Can Win in '43”.