Helgafell - 01.04.1944, Page 110
92
HELGAFELL
mcð sig eftir fall Frakklands. Skömmu síðar
kom önnur frétt frá Helsingfors: „Þýzkar her-
sveitir komnar til hafnarborgarinnar Vasa í
Norðurbotnum. Ekki er vitað, hversu fjöl-
mennar þær voru, en skýrt var frá, að þessir
flutningar mundu halda áfram“. Menn veittu
því eftirtekt, að þessum her var gjarnt að
stanza á stöðum, sem höfðu hernaðarlega þýð-
ingu, t. d. í Vasa, Rovaniemi, Ivalo, Torneá,
og á fleiri nýfrægum slóðum, enda tók herinn
sér aðsetur í föstum herbúðum. Þessi vitneskja
var staðfest í finnskri tilkynningu 29. sept.:
„Eftir að hinir fyrstu sjö skipsfarmar þýzkra
einkennisklæddra hermanna höfðu komið til
Vasa á leið til Norður-Noregs samkvæmt
samningi Finna og Þjóðverja, gaf finnska
stjórnin út tiiskipun, þar sem Ábær, Vasa,
Kcmi, Ulcáborg og Torneá eru lýst bannsvæði,
og eru allar ferðir þangað óheimilar öðrurn en
þeim, sem hafa sérstök lögregluvegabréf“. —
Flnýtt var aftan í fréttina: „Ábær cr fjörutíu
rnílur frá Hangö, scm nú cr mikil rússnesk
flotastöð“.
26. októbcr 1940 kom þessi frétt í N.Y.T.:
RYTI FOR$ETI UNDIRSKRIFAR LÖG UM
FRF.STUN ÞINGKOSNINGA TIL ÁRSINS
1942. Bendir þessi ráðstöfun til þess, að finnsku
stjórninni þá þegar hafi verið kunnugt um
fyrirætlanir þýzka herforingjaráðsins. Nokkr-
um dögum seinna flutti sama blað þessa fyrir-
sögn: RYTI SEGIR, AÐ FINNLAND GETI
TEKIÐ UPP HAGKERFI MÖNDUL-
VELDANNA ÁN ÞESS AÐ GLATA
SJÁLFSTÆÐI SÍNU.
Sendiherra Finna í Washington, Hjalmar
Procopé, þorði ekki annað en neita því, „að
erlendur her væri nú í Finnlandi". Hann gaf
þessa yfirlýsingu 11. nóv. 1940, enda var þá
að kalla mátti kornið stríð á rnilli Bandaríkj-
anna og Þýzkalands. Sovétstjórnin gat ekki
tckið þessi mál til opinbcrrar umræðu, vcgna
þeirrar óvissu, sem ríkti um samkomulag
hennar við Brctland og Bandaríkin. En eftir
að Þjóðverjar höfðu hernumið Júgóslafíu,
versnuðu mjög öll viðskipti Rússo og Þjóð-
verja. Jafnframt rættist svo úr sambúð Sovét-
ríkjanna við Bretland og Bandaríkin, að sovét-
stjórnin taldi sér fært að skýra opinberlega frá
því, að Þjóðverjar væru að hernema Finnland.
Pravda segir 30. apríl 1941: „Hinn 26. apríl
komu fjögur þýzk herflutningaskip til Ábæj-
ar í Finnlandi og settu þar á land 12,000 hcr-
menn með alvæpni, eða heila herdeild, ásamt
fallbyssum og skriðdrekum“. N.Y.T. sagði 1.
ma't: „Finnska stjórnin mótmælir því eindregið,
að 12,000 þýzkir hermenn hafi verið settir á
land í Finnlandi, að því er segir í tilkynningu
frá Hjalmar Procopé".
N.Y.T. hermir 2. maí 1941, ,,að Finnland
hafi fallizt á að hefja á ný afborganir af stríðs-
skuldum sinum við Bandaríkin, sem greiðslu-
fall hafi orðið á síðan finnsk-rússneska stríðið
hófst . . . Fyrsta afborgun fcr fram 15. jiínl
1941“. En Hjalmar Procopé hélt áfram að berja
bumbur fyrir Finnlandssöfnunina, og lýsti yfir
því, að „finnsku þjóðarinnar biði hungurdauði
og landfarsóttir, ef ekki kæmi tafarlaus hjálp
frá útlöndum“, í sama mund og stjórn hans
hafði hafið greiðslur á stríðsskuldum og var
að leggja út í kostnaðarsamasta ævintýri ver-
aldarsögunnar.
Finnar kvöddu varaliðið til vopna /5. jtíni
1941. — 17. jtíní var frá því skýrt, að Finnar
hefðu sagt sig úr Þjóðabandalaginu. 18. júni
birtist í N.Y.T. frétt frá London um að
„brezka stjórnin hafi hætt að veita skipum
siglingaskírteini til finnsku hafnarinnar Petsa-
mo, vegna þess að þar eru nú margar þýzkar
herdeildir". En Hjalmar Procopé lýsti yfir því,
daginn eftir, að „þessi ráðstöfun Stóra-Bretlands
væri algjörlega óréttmæt. Finnland er hlutlaust
og óskar friðar. Ég trúi því ekki, að lýðræðis-
ríkin ætli að svelta Finnland inni og auka enn
á þjáningar þess. Finnland er ennþá frjálst lýð-
ræðisríki, eins og land ykkar sjálfra (Bandarík-
in); innan landamæra þess er ckkert erlcnt
setulið“. 20. jtiní birtir N.Y.T. þessa fregn:
FINNLAND VIÐURKENNIR MANSJÚ-
KÚÓ.
Hinn mikli dagur Finna og Þjóðverja rann
upp 22. jtiní 1941. Hitler lýsti yfir sambandi
þeirra með þcssum orðum: „Hcrir vorir og
Finna skipa sér á samfelldar vígstöðvar frá
Narvík til Karpatafjalla". Finnar þóttust þó
hvergi nærri koma og létu enn í ljós hlutleysi
sitt 24. jtiní. í fréttaskeyti til N.Y.T. 25. jtini