Helgafell - 01.04.1944, Síða 115
Í DAG OG Á MORGUN
97
I vær lciðir virðast koina hér til grcina. Önn-
ur cr sú, að aukin fra:ðsla og ný.tækni gcri hús-
mæðmm fært að gcgna heimilisstörfum, án
þcss að þau vcrði eins konar ánauðarvinna í
stofufangelsi. Hin cr, að skipulögð verði sam-
hjálp bæjar, svcitar cða einhvcrs félagsskapar
í þessu skyni.
Nýjar vélar og tæki koma auðvitað að góðu
hakli. En þó cr ny'tscmi þeirra takmörk sctt.
I fyrsta lagi kostar slíkt mikið fé, í annan stað
ckki vandalaúst að fara mcð þá hluti, svo að
vel sé, og jafnvcl nokkuð tímafrekt að taka
slík véltæki fram til notkunar, hreinsa þau á
eftir og láta þau á sinn stað. Loks cr þess að
gæta, að í lítilli íbúð komast ekki nema fá
þeirra fyrir.
Miklu líklegn til verulegra umbóta eru ráða-
gerðirnar um skipulagningú heimilisstarfa á
grundvelli samvinnu fyrir atbcina bæjar- og
sveitafélaga eða einstaldjjnga.
Tökum t. d. ræstingar. Þær eru nú einhver
crfiðustu hcinnlisstörfin. Önnur kunna að
þykja lciðinlegri, en mörgum konum mundi þó
finnast allt annað tiltölulega auðvclt, ef
þær Iosnuðu við vikulegar hrcingerningar. Að
hreingerningum á kunnáttufólk að vinna. Það
á að kunna jafn vel til þeirra starfa og hár-
greiðslukona eða útvarpsvirki til sinna. Og hví
ættu bæjarfélög ckki að taka þessa starfrækslu
að sér? Hvers vegna ætti það ckki að teljast
jafn sjálfsagt og hitt, að þau annast nú sótun
og sorphreinsun?
Líka cr slík starfræksla hugsanleg á al-
mennum viðskiptagrundvelli. Gcrum ráð fyrir,
að saniið yrði við ræstingastofnun um hrein-
gcrningu húss cinu sinni í viku, hvort sem
húsbændurnir væru heirna cða heiman. Á
hverjum miðvikudagsmorgni kæmi flokkur
iðnlærðra ræstingamanna, segjum einn karl-
maður og tvær stúlkur, með ryksugur og önn-
ur nauðsynleg tæki. Karlmaðurinn mundi færa
til húsgögn, þurrka af loftum og þiljum, önn-
ur stúlkan fægja allt, sem fægja þyrfti, en hin
hrcinsa ábreiður, stóla og legubekki með ryk-
sugu. Sennilega gæti slíkur hópur lokið við tvö
eða þrjú meðalstór hús á dag. Fljótunnast
yrði í húsum, þar scm íbúðirnar eru með sama
eða svipuðu sniði.
HELGAFELL 1944
Vcl gæti líka komið til rnála, að bæjarfélög
cða cinkafyrirtæki tækju að sér matarkaup og
matreiðslu í stærri stíl en tíðkazt hefur. Sumir
mundu cf til vill kjósa samciginlegt mötuneyti
fyrir margar íbúðir. Þar gæti einn eldasveinn
annazt matseld fyrir margar fjölskyldur, og
fæðið þannig orðið miklu ódýrara cn clla. En
þcss ber þó að gæta, að næsta fáar fjölskyldur
mundu kæra sig um svo nána kynmngu við
sambýlinga sína.
Hvergi fengist þó meira áorkað með skipu-
lagðri samhjálp við heimilisstörf en með fjölg-
un og umbótum á vöggustofum og barnahcim-
ilum, því að tímafrckast af öllum heimilis-
störfum er að sinna ungum börnum. Ennþá
skortir mjög á, að barnaheinnh og vöggustof-
ur komi að fullu gagni. Séu börmn lasin, eru
þau send hcim, og þá er erfitt fyrir móður,
sem vinnur í verksmiðju cða skrifstofu, að
halda þar starfi sínu. En hægt er að ráða fram
úr þessu vandamáli. Sum barnaheimili eiga í
fórum sínum skrá yfir konur, sem taka að sér
húsmóðurstörf á heimilum veikra barna. Oft
vinna þær einhvern tíma að deginum á barna-
heimili, svo að börmn kynnist þeim og sætti
sig við umhirðu þeirra í fjarveru móðurinnar.
Gagngcrar breytingar á tilhögun heimilis-
starfa komast auðvitað ekki á í einni svipan.
Fjölskyldur, sem ávallt hafa haft starfsstúlkur,
ríghalda sumar hverjar í þann munað, á hverju
sem veltur. En slíku þarf ekki að vera til að
dreifa, til þess að mörgu fólki veitist erfitt að
sætta sig við heimilishjálp bráðókunnugra fé-
lagsbundinna kunnáttumanna og kvenna. •—
Heimili, sem vanizt hafa ,að komast af án
starfsstúlkna, munu ekki heldur nota sér þegar
í stað þá skipulögðu aðstoð, sem í boði verður.
En um aðra lausn þessa vandamála virðist þó
ekki að ræða nú á tímum, er enginn vandalaus
sættir sig við að vera annars þý og húsmæð-
urnar sjálfar verða æ staðráðnari í því að verja
ævistundunum að einhverju lcyti utan fjög-
urra veggja hejmilisins.
Stuðzt við grein í Harper’s, aprílhefti.
7