Helgafell - 01.04.1944, Page 120
I
LISTIR
Listastefnur í Evrópu og Ameríku
Eftir HJÖRVARÐ ÁRNASON
I. Endurreisn til rokokó.
ENDURREISNIN hófst ekki allt
í einu, þótt margir sagnfræðingar
hefðu það fyrir satt fyrr á tímum. Hún
var hægfara breyting lífsviðhorfa, hófst
á 14. öld og var enn í verðandi á hinni
seytjándu, að nokkru leyti. 1 þessum
nýju viðhorfum var fólgin margvísleg
,,endurfæðing“, svo sem vaknandi
hrifning og áhugi á fornri menningu
Grikkja og Rómverja, en einnig var
þar um að ræða eðlileg straumhvörf
frá altækri ástundun trúarbragða og
andlegra mála að öðrum viðfangsefn-
um : manninum sjálfum og náttúrunni.
MiSaldir allar, frá 4. til 14. aldar, var
kirkjan máttugasta afliS í lífi manna,
og listin tileinkuS og helguS yfirver-
aldlegri hugsjón, — rækt guSi og
heilagri kirkju tjl dýrðar. AflíeiSing
þess, að listamennirnir fengust frem-
ur viS túlkun andlegra efna en jarð-
neskra, varð sú, að málara- og högg-
myndalist miðaldanna fjarlægðist æ
meir náttúruna sjálfa. MarkmiS lista-
mannsins var ekki að stæla manninn
og náttúruna, heldur koma á framfæri
hugsunum og hugmyndum, sem voru
af yfirnáttúrlegum toga spunnar. 1
Austur-Evrópu túlkaði býsönsk list
þetta viðhorf, en blómaskeiS hennar
stóð yfir í Konstantínópel á 10. og 11.
öld. List þessi náði skrauthrifum sín-
um með því að ástunda flatar, litskrúð-
ugar samstæður. Mannamyndir voru
teygðar úr hófi fram, þær voru aust-
rænar, næstum ójarðneskar ásýndum,
og báru greinileg einkenni hinnar
þóttafullu og kredduföstu kristni Aust-
ur-Rómaveldis.
1 Vestur-Evrópu náði trúarlist mið-
aldanna hástigi sínu í gotnesku stefn-
unni á 13. öld. 1 gotneskri list og húsa-
gerS var línan mikilvægari öllu öðru,
og í fegurstu listaverkum 13. aldar-
innar sjáum við það jafnvægi hins nátt-
úrlega og yfirnáttúrlega, sem einkenn-
ir mannúðlegri og mannlegri viShorf
kirkjunnar í Vestur-Evrópu en systur-
kirkju hennar eystra.
1 Evrópu var 14. öldin allra alda
dapurlegust. Þá geisuðu sífelldar styrj-
aldir, hungursneyð, farsóttir og fjár-
kreppa. í hugum manna vaknaði vafi
um gildi ýmiss þess átrúnaðar, sem
þeir höfðu haldið fast við öldum sam-
an, og spilling og deilur innan kirkj-
unnar juku enn á þennan vafa. ViS-
horf þessa tíma endurspegluSust í list-
um þeirra og bókmenntum. Á Krists-
myndum hyllast listamennirnir æ meir
til þess að sýna fremur harmkvæla-
manninn en sigurvegarann Krist. Nýj-
um viðfangsefnum skýtur upp, svo sem
persónugervingi dauðans, sem fólk var