Helgafell - 01.04.1944, Page 141
Gerd Grieg og
Gunnþórunn Halldórsd.
UM PÉTUR GAUT
115
skemmtilegur, þegar hann krítar sem
Hðugast, að ekki er hægt að komast
hjá að láta sér verða hlýtt til hans.
Og þótt við neyðumst til að játa, að
hann sé nú í rauninni ekki neinn fyr-
írmyndarpiltur, höfum við innst inni
fyrir aðdáun á þessum snarborulega
áflogaseppa, sem sver sig svo ótvírætt
í okkar eigin ætt. Þótt rösull sé, er
hann að minnsta kosti laus við eina
dauðasyndina. Hann er aldrei leiðin-
legur.
Hann var ekki við eina fjölina felld-
ur í kvennamálum. En þegar um slíkt
er rætt, stendur ein álengdar og utan
við. Það er Solveig — konan í lífi Pét-
urs Gauts. Hún er sakleysið og hrein-
leikinn í eigin mynd, hafin yfir allt
gróm og gráma hversdagslífsins —
öllu fremur táknræn vera en holdi og
blóði gædd. Solveig er húsfreyjan, lífs-
förunauturinn. Hún má ekki koma ná-
lægt öllu því ljóta, skakka og skælda,
sem hann er alltaf að hnjóta um. Að
lokum er það ást hennar og tryggð,
sem færir honum frelsun. Hér er hans
sanna konungsríki.
Solveig minnir að mörgu á ýmsar
þekktar konur heimsbókmenntanna,
til dæmis Margréti í ,,Faust“ Goethes.
Báðar eru þær tákn þeirrar ástar, sem
öllu vinnur frelsi. Þær eru eins og
gyðjumyndir á stalli, brothættar eins
og næfurþunnur kristall, ekki vel til