Helgafell - 01.04.1944, Page 143
UM PÉTUR GAUT
117
verki með alkunnu hugrekki sínu og
starfsþreki, og leysti það svo af hendi,
að fáum hefði verið slíkt fært, jafn
þröngur stakkur sem slíkri sýningu er
skorinn á hinu gamla leiksviði. Leik-
urinn óx frá æfingu til æfingar, þar til
sýningin var orðin jafnvæg mynd og
litauðug, vermd og vafin geislum tón-
listar Griegs.
Leikstjóranum hefur tekizt vel. En
svo hefur hún líka ágæta og áhuga-
sama samstarfsmenn. Lárus Pálsson
vann frægan sigur. Pétur Gautur hans
hefur unnið sér hefðarsess meðal mik-
illa hlutverka á norrænum leiksviðum.
Hinn fjörugi og frjálslegi leikur hans
hrífur áhorfendurna, hin óskeikula,
ljóðræna gáfa hans nýtur sín hið bezta,
og í innilegu atriðunum tókst honum
svo, að varla verður betur gert. En
til þess að bæta ofurlitlum eiturdropa
í þennan bikar lofsin's, skal þetta sagt:
Það er ekki hættulaust fyrir ungan
listamann að vera jafn frábærilega
heillandi á leiksviði og Lárus! Vera
má, að einhverjum þyki leikur Gunn-
þórunnar Halldórsdóttur óþarflega
þunglamalegur, en hann er svo sann-
ur, að hún gerir hlutverkinu full skil.
Það geislar af henni móðurgæzkan til
Péturs síns, og þau mæðgin eiga ágæt-
lega saman á leiksviðinu. Edda Bjarna-
dóttir er byrjandi, og væri hættulegt
að spá nokkru um framtíð hennar, eftir
þennan fyrsta leik hennar í hlutverki
Solveigar, vegna þess að hún þurfti
ekki annað en að vera eins og hún á að
sér, elskuleg og töfrandi. En fróðlegt
verður að sjá, hversu henni tekst, þeg-
ar hún fær önnur hlutverk til meðferð-
ar.
Alda Möller leikur grænklæddu kon-
una, og er leikur hennar frumlegur, á-
hrifamikill og mjög persónulegur. Hún
er svo samlíf hlutverkinu og leikur það
af svo miklum skörungsskap, að þar
er ekki um ótvíræða listamannshæfi-
leika að villast.
Þrátt fyrir bezta ásetning höfum vér
þá ráðizt inn á einkasvið leikrýninnar !
1 þeirri von, að þessi skyndi-innrás
verði oss fyrirgefin, viljum vér að
endingu aðeins bæta því við, að leik-
tjaldamálarinn, Lárus Ingólfsson, hefur
leyst vandasamt verk af hendi með
mikilli prýði, og dr. Urbantschitsch
stjórnar hljómsveitinni af eldlegum
krafti.
Annars er ætlunin ekki að ræða hér
meðferðina á hinum mörgu einstöku
hlutverkum, þótt þau gætu vel verið
þess verð. Það skal aðeins sagt, að
saga íslenzkrar leiklistar er auðugri og
fegurri eftir þessa sýningu. Þessum
dreifðu hugleiðingum skal lokið með
þeirri ósk, að ekki líði alltof mörg ár,
þar til Pétur Gautur verður sýndur í
hinu nýja þjóðleikhúsi Islands.
Vér vonum, að þau kynni, sem nú
hafa tekizt með íslenzkum leikurum
og einum helzta fulltrúa norskrar leik-
listar, verði vísir þess, að nánari sam-
vinna takist í leikhúsmálum milli
tveggja frjálsra og sjálfstæðra frænd-
þjóða. Og þá mun sjást, í friðsamlegri
keppni, að ísland hefur góðu liði á að
skipa á sviði leiklistarinnar.
Árni Jónsson frá Múla íslenzkaði.