Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 144
BRÉFASKIPTI UM BÆKUR OG HÖFUNDA
milli Magnúsar Ásgeirssonar og Snorra Hjartarsonar
1. MAGNÚS TIL SNORRA
Mér lízt svo á, að samtaliÖ um bœ\-
ur og höfunda,. sem við vorum að tala
um á dögunum aS setja saman handa
Helgafelli, verSi að bíða betri tíma.
Kannski er ekki mikill skaði skeður,
því að hvorttveggja ber til, að við er-
um báðir lítt leiknir í þeirri íþrótt að
semja slíkt lestrardrama og líklega
víðar á svipuSu máli um mikilsverð
atriði en góðu hófi gegnir, ef sá meg-
inkostur aðferðarinnar á að njóta sín
til fulls, að tvö ólík eða gagnstæð sjón-
armið skýrist í umræðunum. Samt sný
ég ekki aftur með það, að slíkar bók-
menntaviðræður á prenti eigi að
geta orðið fjörlegri og fjölskrúðugri en
venjulegir ritdómar, ef vel er á haldið,
en þó eiga þær vafalaust betur viS
um bókmenntastefnur og ýmis almenn
atriði þeirra efna heldur en einstakar
bækur. MeSal erlendra fyrirmynda af
þessu tagi man ég sérstaklega eftir for-
mála að safni enskra úrvalsljóSa frá
árunum 1920—40, þar sem útgefend-
urnir, C. Day Lewis og L. A. G.
Strong, talast við, undir fullum nöfn-
um, um sérkenni ljóðlistar nú á tím-
um. Mér virðist sú greinargerð þeirra
vera alveg óvenjulega skýr og læsi-
Halldór Kiljan Laxness:
ÍSLANDSKLUKKAN. Skáldsaga.
— Helgafell 1943. 248 bls.
GuÓraundur Gíslason Hagalín:
BLÍTT LÆTUR VERÖLDIN.
Skáldsaga. — Bókfellsútgáfan 1943.
269 bls.
Kristmann Guðmundsson:
NÁTTTRÖLLIÐ GLOTTIR.
Skáldsaga. — Vík. 1943. 284 bls.
VIÐFJARÐARUNDRIN. Þórbergur
Þórðarson hefur fært í letur. —
Vík. 1943. 134 bls.
v------------------------------------/
leg, og hafa þeir þó áþekkar skoðanir
á umræðuefninu. Þá man ég eftir öðru
samtali um nútímalist, í bók Lamberts,
Art of England. Þar þreyta tveir tveir
brezkir listfræðingar, Eric Newton
og Sir Reginald Blomfield, með sér
eins konar kappræðu um eðli og gildi
nýrra viðhorfa og vinnubragSa í mynd-
list og tekst aS gera viðfangsefni sín
og ágreiningsatriði svo furðuljós í
stuttu máli, að yfirburðir viðræðu-
formsins dyljast ekki. Upphaflega fór
þetta samtal fram í brezka útvarpinu,
og að sjálfsögðu er útvarpið hinn til-
valdasti vettvangur þvílíkra umræðna.