Helgafell - 01.04.1944, Side 145
BÓKMENNTIR
119
Samtölin í útvarpinu okkar hafa ekki
öll gefið góða raun, en þó verður að
telja það til hugkvæmda- eða fram-
kvæmdaleysis, að þar skuli ekki hafa
veriS reynt aS gera slíkar viðræður,
einmitt um bókmenntir, að föstum lið,
á hæfilegum fresti. Á þann hátt ætti
,,bókmenntahlutleysi“ útvarpsins þó
að vera svo vel borgið sem á verður
kosiS, er tveir eða fleiri dómbærir
menn meS sundurleitar skoSanir (þó
ekki óhjákvæmilega valdir af þing-
flokkunum!) leiða saman hesta sína.
Nú virðist hlutleysishugsjón útvarpsins
vera komin í það horf, að ógjarnan er
minnzt á bækur þar, nema hvað sagt
er stuttlega frá útkomu sumra þeirra,
og enn mun í gildi þaS hlálega ákvæði
frá þjóSstjórnarárunum, að í bókaaug-
lýsingum þess megi ekki vitna í rit-
dóma, hversu ágætir sem höfundarnir
að þeim eru, enda mun banninu upp-
haflega hafa verið stefnt að auglýs-
endum, sem leyfðu sér aS vitna í um-
mæli eftir SigurS Nordal, prófessor í
íslenzkri bókmenntasögu. Ég nefni
þetta til dæmis um afstöðu útvarpsins
til bókmennta yfirleitt, en ekki af því,
aS ég teldi fræðsluhlutverki þess stór-
um betur fullnægt eftir en áður, þótt
þessu yrSi breytt í smekkvíslegra horf.
Mergurinn málsins er sá, aS almenn-
ingi virðist engin vanþörf á staðbetri
leiðbeiningum um bókakaup en kostur
er á í hinum pöntuðu og pólitísku rit-
dómum blaðanna, svo aS ekki sé
minnzt á auglýsingar útgefenda sjálfra.
Annars skal ég játa, aS Helgafell
hefur ekki ávallt sýnt þá framtakssemi
í þessu efni, aS ég þykist hafa aðstöðu
til að kveða öllu fastar aS orði um
tómlæti útvarpsins aS sinni. ViS rit-
stjórar Helgafells finnum vonandi
manna bezt sjálfir til vanrækslusynda
okkar gagnvart skipulegumbókmennta-
umræðum í tímaritinu og höfum auS-
vitaS tekiS lofsverðar ákvarðanir um
aS bæta þar um eftir föngum. En eins
og einhvern tíma hefur boriS á góma
hjá okkur, geta tímaritin ekki, þótt
þau væru öll af vilja gerS, komiS í
staS útvarps og dagblaða, til þess aS
annast heilbrigða gagnrýni á nýjum
bókum af þeirri árOeJini, aS leiðbein-
ingarnar hafi æskileg áhrif á bólzaval
almennings í tæka tíS, en slíkt verður
þó aS telja allt aS því jafn mikilsvert og
þá viðleitni aS stuðla aS auknum skiln-
ingi manna á bókum, er þeir hafa þegar
keypt og lesiS. MeSan dagblöðin taka
sér ekki fram um þetta, og jafnvel
hvort sem er, hvílir sú skylda á útvarp-
inu að rækja þetta hlutverk. Ég er í
engum vafa um, aS samtalsformiS yrði
þar bæði vinsælast og drýgst til ár-
angurs.
En þó aS viS hverfum frá því aS
sinni aS gera tilraun um eitt slíkt sam-
tal í Helgafelli, máttu ekki telja þig
lausan allra mála um hlutdeild í bók-
menntabálki okkar fyrir því. Þar verð-
um viS nú aS víkja aS því, sem um-
talsverðast hefur komiS út af nýjum
skáldskap á síðasta ári eftir íslenzka
höfunda, en Helgafell hefur ekki get-
ið áður. Nú ætla ég aS bera undir þig,
hvort nokkuS mundi segjast á þeirri
nýbreytni, aS viS skiptumst á fáeinum
línúm um vissa þætti úr íslenzku bók-
menntalífi 1943, í staS hins fyrirhug-
aða samtals. Ég ætla aS gera ráS fyrir
aS þú fallist á hugmyndina, og haga
þessum pistli héðan af meS þaS fyrir
augum, aS hann geti orðiS upphaf
bréfaskiptanna. ASferSin hefur áreiS-
anlega sitthvaS fleira sér til ágætis
en aS virðast nýstárleg, en ný er hún
aS vísu ekki, því aS bréfleg orðaskipti
um bókmenntir hafa tíSkazt öldum
saman, áður en ritdómar í tímaritum
komu til sögunnar, og oft síðan.
Við höfðum ætlaS okkur í upphafi,
meðan samtalshugmyndin var á döf-
inni, að skiptast á nokkrum orðum um
nýjar bækur , .þjóðkunnustu höfund-