Helgafell - 01.04.1944, Page 146

Helgafell - 01.04.1944, Page 146
120 HELGAFELL anna" á liðna árinu, ef ég man rétt. Þótt viS gætum allrar varfærni um að fara ekki út fyrir þau takmörk, sem sú skilgreining setur, verSum viS vafa- laust sammála um, aS innan þeirra séu bækur eftir eigi færri en fjóra rithöf- unda. Halldór Kiljan Laxness, Guð- mundur Gíslason Hagalín, Kristmann Guðmundsson og Þórbergur ÞórSar- son eiga þarna allir heimilisfang, og má þá raunar segja, aS upp séu taldir þeir nútímahöfundar á óbundiS mál, sem flestir mundu nefna fyrsta til, aS Gunnari Gunnarssyni undanteknum. Fegursta og stórbrotnasta skáldverk hans, KIRKJAN Á FJALLINU, kom að vísu fyrst út í heild á íslenzku árið sem leið, í afburðagóðri þýðingu, en með því aS sú bók verður þó ekki talin ný og hennar hefur áður verið minnzt í Helgafelli, er ekki full ástæða til að taka hana á dagskrá hér aS sinni. Um heildarútgáfuna á ljóðum DatííÓs Stefánssonar gegnir sama máli. — ViS víkjum ef til vill síSar aS nýjum ljó<5a- bókum á liðna árinu, en í stuttu máli finnst mér aS segja megi um útkomn- ar ljóðmenntir 1943, aS hiS góða hafi ekki veriS nýtt og hiS nýja ekki gott. Ef viS skyldum hætta okkur út í um- ræður um einhver meira eða minna al- menn bókmenntaatriði, virSast mér ýmsar ástæSur til þess, aS við frestum þeim aS mestu, unz síga fer á seinni hluta bréfaskiptanna, en víkjum nú þegar aS þeim fjórum bókum, sem fyr- ir liggja, eftir þá höfunda, sem ótví- rætt koma til greina samkvæmt áætl- un okkar. Ber þaS fyrst og fremst til, aS þegar hefur dregizt óhæfilega lengi aS geta þeirra bóka, og í annan staS ættu slík vinnubrögð aS reynast fullt svo heppileg og hin aSferSin, þótt hún virðist liggja nær í fljótu bragði, aS hefja viSræðurnar meS tilraun til stuttrar greinargerSar um íslenzkan nú- tímaskáldskap. Annars ferS þú auðvit- aS eftir þínu höfði um þetta sem ann- aS í bréfaskiptunum, en ég mun taka þann kostinn, að hafa þennan for- mála ekki lengri. Ný bók eftir Halldór Kiljan Laxness hefur nú um langt skeiS veriS sá at- burður ársins innan íslenzkrar skáld- menntar, sem fæstir hafa getaS leitt hjá sér og almennastri viðurkenningu hefur átt aS fagna í margháttuSum myndum: aðdáun, aSsúgi og skipu- lagðri þögn. (Helgafell hefur raunar mátt virðast einn aðiljanna aS hinu víðtæka samkomulagi um þögnina fram til þessa, en þrátt fyrir svo ó- frægilegt seinlæti, aS hafa ekki getiS ÍSLANDSKLUKKUNNAR fyrr en nú, hefur lesendum þess vonandi ekki dulizt, aS þaS metur H. K. L. og skáldskap hans mjög mikils, aS öðrum þjóðkunnum höfundum og verkum þeirra ólöstuðum). Um IslandskJukk' una finnst mér fljótsagt, aS þar sé um aS ræða athyglisverðasta bókmennta- viðburð hér á landi um margra ára skeiS. Afburðir þessarar bókar eru ekki einungis þeir, aS H. K. L. nær þar ör- uggari listartökum en nokkru sinni fyrr, aS mínu viti, á einhverju stórfelldasta yrkisefni sínu, heldur líka í því fólgn- ir, aS hann ryður þar braut nýjum frásagnarhætti, sem er þess eSIis, að allar líkur eru til þess, aS sú tilbreytni eigi eftir aS hafa mikil og heillavæn- leg áhrif á vinnubrögS yngri höfunda, án þess aS þeim þurfi að verða háski búinn af ósjálfstæði gagnvart fyrir- myndinni. íslandsklukkan er fyrsta skáldsaga H. K. L. um sögulegt efni, eða rétt- ara sagt, fyrsti eða fyrri hluti slíkrar skáldsögu. En jafnframt því, aS bókin virðist veita næsta skýra útsýn yfir hiS fyrirhugaða heildarverk, er hún svo sjálfstæS aS listrænni byggingu, aS óhætt á aS vera aS meta hana eftir hennar eigin verðleikum. Höfundurinn lætur þess getiS, aS ekki beri aS líta á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.