Helgafell - 01.04.1944, Side 148
122
HELGAFELL
rænu vinjar, sem mörgum hafa verið
hugljúfir áningarstaðir í fyrri skáld-
sögum H. K. L. Frásögnin er hröð
og krókalaus, hlutlæg og myndræn,
án allra skýringa, einskorðuð við at-
burði og samtöl. Menn kannast við
allt þetta úr fornsögunum, og minnast
þess, af hvílíkri snilli þar er stundum
brugðið leifturbirtu með örstuttri lýs-
ingu eða tilsvari yfir sálarlíf, atburð
eða ástand, svo að heimsmeistararnir
í frásagnarlist síðari tíma ná ekki betur
tilætluðum árangri. Nútímahöfundur,
sem ætlar sér að leika hina sömu list
og höfundar fornsagnanna í tvíþætt-
um tilgangi, tekst og þann tvöfalda
vanda á hendur að gefa sögunni líf og
líkingargildi í senn af mjög svo óbrotn-
um efnum. En H. K. L. hefur vaxið
með rauninni, hann fylgir lögmáli
stílsins fast, en þó frjálsmannlega, og
hnitmiðar frásögn sína af ótrúlegu
vandlæti og sjálfsaga, án minja um
fyrirhöfn.
Það er ekki af því að íslandsklukkan
sé tyrfin bók, heldur af því, hversu
auðug hún er, hún verður ekki brotin
til mergjar við fyrsta lestur. Fæstir gefa
sennilega fullan gaum að þeim eigin-
leikum stílsins, sem ef til vill gera sög-
una einkanlega að því mikla ogmáttuga
listaverki, sem hún er, meðan þeir eru
að fullnægja forvitni sinni um atburða-
rás og ytri megindrætti. Því fer auð-
vitað fjarri, að H. K. L. hafi hér valið
sér nýtt frásagnarform í því skyni að
gera lesandanum léttara fyrir. Eins
og áður er sagt, hefur hann sjálfur
einmitt sett sér þrengri skorður en
nokkru sinni fyrr um meðferð efnisins,
og látið þær hömlur efla sig til
því þrauthugsaðri fágunar og einbeit-
ingar allrar þeirrar tækni, sem hann
ræður yfir. Ekki aðeins sjálf efnisat-
riðin eru valin svo, að þau eru tákn-
ræn og tvísæ, heldur reynist hin hlut-
læga og beina frásögn æ og ávallt
myndræn og speglandi í senn. Þetta
verður varla fullljóst, fyrr en við
annan lestur, er menn fara að staldra
við einstakar myndir eða setningar,
er bregða .snögglega birtu um óra-
víddir, á sögu margra alda, inn í
dul mannshugans, yfir þjóðar sér-
kenni, samfélagsháttu og almennt
manneðli. Þá fyrst opnast sagan í allri
sinni auðlegð.. Hér brotnar ljósið einatt
samtímis í mörgum flötum ótal ein-
stakra frásagnaratriða, sem meitluð
hafa verið og skyggð af óbilgjarnri
samvizkusemi og nærfærni mikils lista-
manns. — Jón Þeófílusson, sem bíður
báldauðans, á sér þá einu ósk að verða
hálshöggvinn, og virðist tjá hana á
næsta skoplegan hátt, án sýnilegrar
hluttekningar höfundarins að vanda.
En hversu ægilegur sannleikur um
gengissveiflur verðmætanna og hlut-
föll þeirra innbyrðis í lífi manneskj-
unnar er þó birtur þarna í leiftur-
sýn! Setning eins og þessi: Oll tíor
tíoru hó'rð, lætur ekki mikið yfir sér í
hraðri rás frásagnarinnar, en þó gerir
hún meira en að endurspegla lífsvið-
horf hins blásnauða og mergsogna
landlýðs á síðari hluta 17. aldar; okk-
ur finnst, að hún gæti verið viðlag Is-
lands þúsund ára. Gamla \onu lang-
ar í ferðalag. Hversu oft hefur efni
þessarar stuttaralegu lýsingar á vetrar-
löngu hugarstríði gamallar konu enzt
munklökkum miðlungsskáldum á tugi
blaðsíðna og þó látið lesandann ó-
snortinn ? Eöa frásögnin af því, er Jón
Hreggviðsson stendur við hlið Jóns
Marteinssonar og gægist um múraugað
inn í aldingarð Kristjáns Gullinló ?
Hér skynjum við ekki aðeins á átakan-
legri og ógleymanlegri sýn ranglæti og
grimmd danska einokunarvaldsins
gagnvart hinni fátæku og varnarlausu
íslenzku smáþjóð : afstaða lítilmagnans
á pllum öldum gagnvart kúgun auðs
og valds er mörkuð í myndina. Og á
þennan hátt víkkar og hækkar sagan
í sífellu, unz hún er orðin baráttusaga