Helgafell - 01.04.1944, Page 154

Helgafell - 01.04.1944, Page 154
128 HELGAFELL ekki síður bitna á sjálfum sér en öðr- um. Hann hefur vafalítið reynzt mest- ur byltingarmaSur núlifandi rithöfunda hér á landi, ekki aSeins í bókmenntun- um heldur máski í íslenzku hugsunar- lífi yfirleitt, síðustu áratugina. Sigur- sæl uppreisn gegn úreltum formsatrið- um hefur löngum komiS losi á sitthvað af því, sem undir þeim bjó, og sú varð reyndin á um hinn nýja stíl Þórbergs. Hann boðaði að vísu sósíalisma og alþjóðahyggju af eldlegri sannfæringu í Bréfi til Láru, en niðurstaðan varð þó sú, að ritháttur harts varð til þess, öllu fremur en boðskapurinn, að koma róti á íslenzkt mannfélag. Hér er ein sönn- un þess, að afturhald allra tíma hefur haft gilda ástæðu til að líta bók- legt nýjabrum óhýru auga. Deilur um ekki burðugri efni en smávægilegar stafsetningarbreytingar geta hæglega verið dulbúnar styrjaldir milli lífsskoð- ana, og eru þaS sjálfsagt oft og tíðum, enda naumast skiljanlegt á annan hátt, hversu slíkar erjur virðast einatt reyna á hjartataugar geðhraustustu manna. ViS eigum Þórbergi svo mikiS að þakka fyrir Bréf til Láru, að honum bæri full og óendurkræf viðurkenning á því virðingarsæti, sem sú bók hefur búið honum í íslenzkum bókmenntum og menningarsögu, þótt hann hefði aldrei síðan farið fram úr meðalgreind- um veðurfræðingi um andlegan höfð- ingsskap. Mér finnst jafnvel, að hann mætti til viðbótar njóta miðlungsprests- launa eftirtölulítið hérna megin tjalds- ins fyrir endurlausnarverkið. En Þór- bergur hefur sannarlega lagt fleira þakkarvert af mörkum til bókmennt- anna en BréfiS eitt, þótt ekki hafi hann orðið til að valda þar aldahvörf- um nema einu sinni á ævinni. íslenzkur a&all og Ojtíitinn mundu sennilega hafa komið af stað mjög heilsusamlegu uppnámi fyrir tuttugu árum, hefði önnurhvor sú bók eða báðar komið fram þá, á undan Bréfinu. Margt þætti mér ótrúlegra en að þær bækur verði á meðal þeirra fremur fáu nútímarit- verka, að tuttugu árum liðnum, sem þá verða ekki gengin í barndóm. AnnaS mál er það, að verðleikar meistarans geta því að eins aukizt, að hann vaxi af nýjum verkum, þótt kyrr- staða eða jafnvel afturför eigi ekki að geta haft af honum hróður fyrir unnin afrek. Því er ekki aS leyna, að allra síðustu árin hefur Þórbergur legið und- ir þrálátum orðrómi aðdáenda sinna sem andstæðinga um eitthvert döng- unarleysi í andanum, og hinar sund- urleitustu getgátur verið uppi um or- sakirnar. Menn hafa talað um trénaða hæíileika, dultrúaróra, jafnvel verald- arhyggju, er freistaði hans til aktaskrift- ar. Ekki er unnt að telja þetta alveg til- efnislausa hótfyndni. Yfirleitt virðist Þórbergur þó ekki hafa látið á sjá um stílfar, en hitt er sönnu nær, að form- snilldin hrökkvi ekki til að varpa á- berandi ljóma á smáfelld viðfangsefni. Svo fór um Eddu hans, að hún galt einkum lítilþægni höfundarins í efnis- vali. Um IndriSa miðil má ef til vill segja, að þar sé ekki slíku til að dreifa. En þar kemur hinsvegar til greina hin tvíbenta afstaða Þórbergs gagnvart efninu, fræSiblærinn spillir frásögn, án þess að vinnubrögðin fullnægi kröf- um um vísindalega nákvæmni. — Slíkt hið sama má segja um meginmál ViS- fjarðarundranna, nýlegar fyrirburða- sögur, stundum næsta veigalitlar, rit- aðar eftir merkri og vandaðri konu að austan, af stakri nákvæmni. Skrásetj- arinn telur sig sýnilega ekki vera að safna þjóðsögum, heldur vísindalegum gögnum um veruleik annars heims. En nákvæm eftirritun slíkra frásagna ein saman hefur naumast æskilegt sönn- unargildi, hversu vandaður sem heim- ildarmaðurinn er, og þó sízt, er sá hinn sami hefur frásögnina eftir öðrum, eins og hér kemur stundum fyrir, svo að ekki sé minnzt á það dæmi, að saga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.