Helgafell - 01.04.1944, Page 156

Helgafell - 01.04.1944, Page 156
Önnur sagnaskáld ársins MAÐUR FRÁ BRIMARHÓLMI, Hkr. 399 bls. Kr. 28,—, 36,— STRANDARKIRKJA, Þ. J. M. 270 bls. Kr. 40,—, 56,— DRAUMUR UM LJÓSALAND II. Vík. 308 bls. Kr. 30,—, 40,— HVÍTRA MANNA LAND, Jens Guðbjörnss. 160 bls. Kr. 18,— NÚ ER TRÉFÓTUR DAUÐUR, Vík. 152 bls. Kr. 16,— MEÐAL MANNA OG DÝRA, P. H. J. 188 bls. Kr. 19,— SVO SKAL BÖL BÆTA, Vík. 200 bls. Kr. 20,—, 28,— ÁLFASLÓÐIR, Vík. 229 bls. Kr. 28,—, 60,— SAGA JÓNMUNDAR í GEISLADAL, G. Ó. G. 279 bls. Kr. 22,40 SKÝJADANS, Vík. 154 bls. Kr. 15,— Fn'ðrí/j Á. Brek.kan • Elinborg Lárusdóttir: Þórunn Magnúsdóttir: Gunnar M. Magnúss: Sigurður Haralz: Steindór Sigurðsson: Oddný Guðmundsd.: Svanhildur Þorsteinsd.: A rmann Kr. Einarsson : Þóroddur Guðmundss Friðrik Á. Brekkan birti eftir sig fyrstu stóru skáldsöguna, frumsamda á íslenzku, á síðastl. ári, en þá munu hafa verið liðin rétt 20 ár, síðan fyrsta smásagnasafn hans kom út á dönsku. Á því máli komu út eftir hann þrjár bækur á árunum 1923—6, en síðan tvö smásagnasöfn á íslenzku, 1928 og 1942. Hinar dönsku bækur hans hafa þó fyrir löngu birzt í íslenzkum bún- ingi, að undanteknu ljóðasafninu Ode Strande. Brekkan hefur tvímælalaust verið efnilegur höf„ undur og vaxandi, þegar hann hvarf alfarið heim til Islands árið 1926, og enn er Sagan af Bróður Ylfing, frumrituð á dönsku, hið bezta, sem eftir .hann liggur, enda sýnir hún vænlega hæfileika. Eftir heimkomuna munu aðstæður Brekkans til ritstarfa hafa verið óhagfelldar á flesta lund; lýjandi stundakennsla og tímafrek embættisstörf í þágu bindindismála verða hon- um fjötur um fót, og næstum hálfur annar ára- tugur líður svo, að ekki birtist eftir hann nýtt skáldrit. En þá verður ljóst, að enn er Brekkan ekki orðinn gömlum skáldadraumum afhuga. 1942 kemur frá honum smásagnasafnið Níu systur og 1943 ný skáldsaga, mikil að vöxtum, undir ein- hverju ísmeygilegasta sölunafni á bókamarkaði ársins, MAÐUR FRÁ BRIMARHÓLMI. Báðar bera þessar bækur þess merki, að höf. hefur haft í öðru að snúast í hinu langa þagn- arhléi en að vinna að nýjum skáldverkum á þann hátt, að þau mættu verða glæsilegir vitn- isburðir um ótvíræða höfundarhæfileika, sem létu ekki atvikin smækka sig. I Manni frá Brim- arhólmi verður honum fremur lítið úr ágætu yrkisefni. í fyrri hluta bókarinnar er þó góð uppistaða og þokkalega á efninu haldið, en um þáttaskilin kemur á verkið slík brotalöm, að úr því verður hálfgildingsreyfari, þar sem þó skortir á spenningu. Þeir, sem gera fyrst og fremst þær bókmenntakröfur, að höfundur ,,fari vel með“ sögupersónur sínar, hafa hér að vísu yfir engu að kvarta, en aðrir hljóta að þreytast, fyrr en yfir lýkur, á hinni langdregnu, fjör- kippalausu frásögn um fyrirhafnarlitla lánsæld, þegna og veitta velgjörninga og vaxandi sjálfs- ánægju söguhetjunnar í misfellulausu umhverfi, og láta sér því fátt um finnast hina notalegu forsjón höfundarins. — Málið á bókinni er hvergi nærri lýtalaust, og er höfundi þar nokk- ur vorkunn, en þó eru þeir annmarkar varla meiri en svo, að framtakssamur prófarkalesari hefði getað bætt um þá án stórfelldrar röskun- ar. Um stílinn má vel segja, að hann falli að efninu á sinn hátt, og síendurteknir, lítt frum- legir ritkækir: ójá, œijœja, hann og hún framan við eiginnöfn og fleiri af því tagi, stinga ekki mjög í stúf við heildarsvipinn. — Nokkuð gætir þess í bókinni, að ánægja höfundar sjálfs með verkið sé í samræmi við farsæld allra annarra, sem þar koma við sögu, og fer það að vonum. STRANDARKIRKJA, hin nýja skáldsaga Elin- borgar Lárusdóttur, fjallar að verulegu leyti um ýmsar jarteiknir á vegum samnefndrar kirkju í Selvogi um miðja 18. öld og styðst víst um sumt við fornar sagnir. Meðferð höfundar á heim- ildum skiptir hér e. t. v. ekki miklu, en ótrú- lega kaþólskir eru Selvogsmenn látnir vera á þessum tíma, og yfirleitt virðist trúarlíf safnað- arins fremur óíslenzkt fyrirbrigði. Undur og stórmerki, kraftaverk og opinberanir eru tíðir viðburðir í sögunni, en annars snýst hún að mestu um átök safnaðarins við prest sinn, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.