Helgafell - 01.04.1944, Page 164
138
HELGAFELL
aldri þeirra, þroska og jafnvel kyn-
ferði. Fjórtán ára gamall unglingur
er vaxinn up úr mörgum þeim ævin-
týrum, sem 7—8 ára barn hefur rriik-
ið yndi af. Það er og alkunna, að
telpur hafa yfirleitt mest yndi af
ævintýrum, en drengir meira gaman
af alls konar hreystiverkasögum. —-
Þegar ég tala hér um bókmenntir
handa börnum og unglingum, á ég
yfirleitt ekki við bækur, sem notaðar
eru við kennslu, námsbækurnar, held-
ur aðrar bækur, sem börn og ungling-
ar lesa sér til skemmtunar og fróð-
leiks. Hér, sem víða, er erfitt að draga
skýrar markalínur. Lestrarbækur í
móðurmálinu og Islandssögu telj-
ast þó frekar til þess flokks bóka,
sem ég geri hér að umtalsefni. Aft-
ur á móti tel ég flestar leikjabækur,
bækur um dægradvalir, föndur o. fl.
þess háttar ekki til barnabókmennta;
ekki heldur stafrofskver og bækur,
sem notaðar eru eingöngu við lestrar-
kennslu (t. d. Gagn og gaman, Litla
gula hænan). Þessar síðarnefndu bæk-
ur eru eingöngu samdar í þeim tilgangi
að æfa börn í lestri. Bækur þessar eru
ýmist tæki til kennslu eða starfs, en
ekki bókmenntir í þrengri merkingu,
og því er rangt, að leggja á þær
mælikvarða fagurmennta. Þótt ég geri
ekki þennan flokk bóka hér að um-
talsefni, vil ég taka það fram, til
að forðast misskilning, að ég álít hann
mjög mikilvægan, og eru þar víða
auð skörð, sem vér þyrftum nauð-
synlega að fylla.
Lestrarþroski barna fer eðlilega eftir
gáfum þeirra, heilsufari og þeirri rækt,
sem lögð er við menntun þeirra. All-
mörg dæmi eru þess, að bráðgáfuð
eða jafnvel aðeins vel gefin börn séu
orðin allæs á 6. ári og jafnvel fyrr
og fari þá að lesa bækur sér til
skemmtunar. Greind börn verða venju-
lega læs við 7 ára aldur, ef andlegt
uppeldi þeirra er ekki vanrækt.
Því yngra sem barnið er, því ó-
gleggri mun gerir það á ímyndun og
veruleika, á hinu mögulega og hinu
ómögulega, á hinu eðlilega og hinu
óeðlilega. Það gæðir dauða hluti lífi,
og dýrin verða mannlegar persónur.
Barnið hefur auðugt ímyndunarafl,
það hugsar í myndum, en hirðir minna
um rökþráð og sennileika. Af þessu
leiðir, að ævintýri, kynjasögur alls kon-
ar og þjóðsögur falla í mjög góðan
jarðveg hjá börnum, sem nýlæs eru
orðin. Þessi áhugi helzt fram eftir öll-
um aldri, jafnvel allt lífið, þótt önn-
ur áhugamál fái yfirhöndina.
Gamall málsháttur segir: „Smekk-
urinn, sem kemst í ker, keiminn lengi
eftir ber“. Börn ættu alls ekki að
lesa fánýtar bækur. Bernskan og ung-
lingsárin eru hentugasti tíminn til að
gera þjóðmenninguna innlífa. Þjóðsög-
ur, fornar hetjusögur og ævintýri eru
einhver hinn bezti lestur við hæfi
barna. Þetta hæfir betur sálarþroska
þeirra en flestar sögur, sem samdar
eru sérstaklega handa börnum, og mun
ég seinna drepa lauslega á ástæðuna
til þess. Mér ofbýður, hve hirðulausir
vér Jslendingar höfum verið um þetta.
Nóg efni er til í þjóðsögum, íslend-
ingasögunum, Noregskonungasögum,
Fornaldarsögum Norðurlanda, Edd-
um og sögu landsins í eins margar
barnabækur og vér þurfum á að halda.
Látum ekki þennan fjársjóð liggja
lengur ónotaðan. Fáir munu geta tek-
ið undir með skáldinu og sagt: ,,Þín
fornöld og sögur mér búa í barm“,
ef hann hefur ekki mótazt í bernsku
af anda fornaldar og sagna.
Komið ekki með mótbáru, sem
ég hef oft heyrt, og er eitthvað á
þessa leið: ,,Mér og þér þótti gaman
að íslenzkum þjóðsögum, ævintýrum
og fornsögum. En börnin eru öðruvísi