Helgafell - 01.04.1944, Page 165

Helgafell - 01.04.1944, Page 165
BOKMENNTIR 139 nú. Tímarnir eru breyttir. Unga kyn- slóðin lítur ekki lengur við þessum bókum“. Af persónulegri reynslu og af reynslu ýmissa manna, sem ég þekki, fullyrði ég, að þetta er rangt. Börnum, sem nú vaxa upp, þykir mjög gaman að heyra sagða vel valda kafla úr fornsögum vorum og þjóðsög- um eða að lesa þá sjálf. MannseSliS tekur hægum breytingum. ÞaS, sem hæfði mér og var mér til yndis, þeg- ar ég var barn, hæfir líka syni mín- um og er honum til yndis. En á miklu veltur, að börnin kynnist hinum þjóð- legu bókmenntum snemma. Ef þeim eru þá gefnir steinar fyrir brauð, er líklegt, aS þau fái smekk fyrir aðrar og lélegri bókmenntir — eða þá ó- beit á bókum, eins og stundum vill verða. HiS gullna tækifæri er liðið hjá. Sumum þessara barna getur svo seinna fundizit íslenzk menning heimskuleg sérvizka, sem beri aS losa sig viS sem allra fyrst. Flestir munu kannast viS þá kenn- ingu í líffræði og sálarfræði, aS þró- un einstaklingsins sé stytt endurtekn- ing á þróun tegundarinnar. I sálar- fræði er hægt að leiða gild rök að þessari kenningu. Hún er rétt í stór- um dráttum. Hugsunarhætti barna og hugsunarhætti manna á frumstæðu menningarstigi svipar mjög til. Hér er ekki staður til að draga fram dæmi þess, hvernig þróunarsaga mannkyns- ins endurspeglast í þroskasögu barna og unglinga. Ég bendi einungis á þetta til skýringar þeirri staðreynd, að forn ævintýri, hetjusögur og þjóð- sögur er einhver hinn vinsælasti lest- ur barna, bæði efni og form eru við þeirra hæfi. Börnin standa á hliS- stæSu þroskastigi og þjóðin, þegar hún skóp sagnir þessar. Ymsar fornar sagnir eru hinar beztu barnabók- menntir, náttúran sjálf hefur lagt þær upp í hendur vorar. BarniS verður á þennan hátt innlíft meningu þjóSar- innar, og lestur þessara rita hæfir því aS líkindum betur sálfræðilega, á ýms- um þroskastigum þess, en flestar sög- ur, sem samdar eru sérstaklega handa börnum. Fornsögur vorar og þjóðsögur voru ekki samdar sérstaklega handa börn- um, og sama máli gegnir um hliðstæðar bókmenntir annarra þjóða, svo sem „Þúsund og eina nótt“. Loks gildir þetta um sumar nýrri bókmenntir, sem vér vitum höfunda aS. Daniel Defoe reit ekki Robinson Crusoe sérstaklega handa börnum. H. C. Andersen reit hin ódauðlegu snilldarverk sín bæði handa börnum og fullorðnum, og ,,GrasaferS“ Jónasar var rituS bæði fyrir gamla og unga. Allir þessir menn voru miklu fáfróðari í barna- sálarfræði en flestir nútímarithöfund- ar, sem hafa aS atvinnu að skrifa barna- og unglingasögur. Hjá þeim hefur sennilega aldrei vaknað sú spurning, hvort frásaga þeirra hæfði barni á þessu eða hinu aldursskeiðinu eða hvort sálarlífslýsingar þeirra væri ,,rétt barnasálarfræði“. SálfræSileg þekking nægir ekki til að semja góð- ar barnabækur. Höfundurinn verður að hafa lagt sál sína í verkið. Þær þurfa að vera listaverk. Því er aldrei hægt aS kaldhamra barnabækur eftir vísindalegum sálfræðireglum. Bækur, sem samdar eru með því lagi, eru lítils nýtar. Sama máli gegnir um öll listaverk: Þótt skáldsaga, kvæði eða leikrit brjóti hvergi í bág við fagur- fræðileg lögmál, geta þau verið nauða- ómerkileg. Þau getur með öllu skort anda, líf og snilld. Því miður er mikill hluti þeirra bóka, sem sérstaklega eru ritaðar handa börnum og unglingum, nauða- ómerkilegar, bæði hér á landi og annars staðar, svo aS það er varhuga- vert að láta börn eingöngu búa að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.