Helgafell - 01.04.1944, Síða 176
ÞÓTT RITSTJÓRN Helgafells hafi, að
gefnu tilefni, leyft sér að birta annarsstaðar í
þessu hefti örlitla auglýsingu fyrir tímaritið
Eimreiðina, þykir mér hlýða að bæta persónu-
lega nokkrum orðum við það, sem þar er sagt.
í júlí-ágústhefd Helgafells 1943 fór ég í
þessum dálkum nokkrum orðum um bækur og
bókmenntaþörf þjóðarinnar, og ræddi m. a. í
því sambandi um þýðingar erlendra rita á ís-
. _ lenzkt mál. Ee gat
HVERS Á SNÆ- , , 8 %■
_ þcss þar, sem alhr
BJORN AÐ GJALDA? 1 1
' mega raunar vita,
að einatt gætti mikils handahófs í vali þeirra
bóka, sem teknar væru til þýðingar og gefnar
út hér á landi, og ennfremur fann ég ástæðu
til þess að víkja að þeirri skcmmdastarfsemi,
sem hroðvirkir og getulitlir þýðendur reka í
bókmenntunum og minntist um leið á varnar-
leysi góðra höfunda gagnvart afköstum slíkra
manna. Mér var þctta ekki sízt hugstætt fyrir
þá sök, að ég var nýbúinn að lesa fróðlega
ritgerð eftir Snæbjörn Jónsson framan við þýð-
ingu hans á Tess d’Urberville eftir Thomas
Hardy, þar sem hann vekur athygli lesenda
sinna á því, að höfundinum hafi jafnan verið
mjög annt um það, að bækur hans kæmust ó-
brjálaðar á önnur mál, en eftir því, sem Snæ-
birni segist frá, hafa orðið alvarlegir misbrest-
ir á þessu. Mér fannst það mjög virðingarvert,
að þýðandinn skyldi hafa gert sér þetta ljóst,
en þar sem Snæbjörn hélt samt sem áður á-
fram að þýða, eins og í grein minni segir,
þótti mér það benda til þess, að honum hefði
ekki að fullu skilizt, að áminningunni, sem
í slíkri umsögn felst, væri engu síður beint
til hans en annarra þýðenda, og þar sem hann
er auk þess kunnur að því að hafa lagt Thomas
Hardy í einelti að undanförnu, m. a. með
þýðingum á ljóðum hans, gat ég ekki, vegna
þeirrar virðingar, sem ég ber fyrir hinu mikla
brezka skáldi og þeirrar umhyggju, sem ég
feginn vildi sýna þýðandanum, látið hjá líða
að benda honum á þetta, og greip jafnframt
tækifærið til að vekja eftirtekt hans á lítilshátt-
ar smekkleysi, sem hann hafði gert sig sekan
um í sambandi við útgáfu á ljóðum Gríms
Thomsens. Gerði ég þó cins lítið úr þessu eins
og hægt var, því að auðvitað vakti það eitt fyr-
ir mér að koma í veg fyrir að hann léti slíkt
henda sig á nýjan leik, að öllu sjálfráðu, og
þetta mundi Snæbjörn einnig geta skilið og
verða mér þakklátur fyrir, ef hann fengi góða
aðhlynningu og næði til að jafna sig. Hins-
vegar má vera, að ég hafi gert til hans ósann-
gjarnar kröfur um skilning á þeim hæfileik-
. um, sem þeir
BOKMENNTIR ? „
menn, er takast
OG SKJALAÞYÐINGAR , , , v ,
' -a hendur að snua
mikilsháttar skáldritum á aðrar tungur, þurfa
að vera gæddir, ef árangurinn á að vera góður.
Þar kemur vissulega fleira til greina en kunn-
átta í málum, en jafnsatt er það, að enginn
getur lagt Snæbirni Jónssyni þá skyldu á
hcrðar að hafa gerzt menntaðri en hann er,
og andlegan þroska, siðgæði og virðuleik,
tekur heldur enginn hjá sjálfum sér nema að
litlu leyti. Hinsvegar er mér ljúft að geta þess,
að ég hef aldrei borið brigður á hæfni Snæ-
bjarnar Jónssonar til að vera skjalaþýðandi eða
þess háttar, enda er kunnátta hans í enskri