Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 180
Undir
skilnings-
trénu
OrkJippur eða stafrétt eftirrit s\emmti-
legra sýnishorna úr nýlegu ritmáli munu
vel þegin frá góðfúsum lesendum. Heim-
ild sé ávallt tilgreind, ásamt dagsetningu
eða ártali. RITSTJ.
SANNLEIKURINN UM SALTFISKINN
Yfirleitt má segja, að fiskur, sérstaklega þó
saltfiskur, sé ein aðalorsök krabbameins, eins
og sjá má af því, að það er miklu algengara bjá
þeim, sem búa við sjó, heldur en uppi í landi.
— MATUR OG MEGIN. Útg. Náttúrulækninga-
félag Islands.
LÝST LISTAMANNI
Stundum, og raunar oftast, leitar hann að feg-
urð, en þess á milli setzt hann á neðsta bekk
hjá sonum myrkursins ... — SAMVINNAN I.
1944. J. J. um Finn Jónsson málara.
ÖRUGGUR MÆLIKVARÐI
Jónas deilir í þessari bók sinni á Kommúnista,
og þarf ekki að efa, að margt er vel sagt hjá
Jónasi, því að hann er mjög eindreginn á móti
Kommum. — VÍSIR 11 /2, um Rauðar stjörnur.
HÉRNA LIGGUR BEVÍSIÐ
Fyrir Kommúnistum vakir gereyðing íslenzkra
byggða. — BÓNDINN 14/4. J. J.
UPPLÝSINGAR UM LEYNIVOPN
I þessari grein er rakin saga-. . . leynivopna
. . . og kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að
slík vopn ráði aldrei úrslitum styrjalda, nema
ef til vill rétt fyrst í stað. — MBL. 23/3.
MÆTTI ÞAÐ HALDAST!
Af bréfum og viðtölum er mér þegar kunn-
ugt um marga hér á landi, sem taka virkan
þátt í þagnarstundinni. — EIMREIÐIN, 1, 1943.
Sv. Sig.
SPYR SÁ SEM VEIT
Hvað veit Björn O. Björnsson um hug kon-
ungs í vorn garð? Konungshugsjón hins ást-
sæla þjóðhöfðingja Dana er voldugri og víðfeðm-
ari en svo, að Björn O. Björnsson sé maður til
að meta hana og vega. — EIMREIÐIN, 4, 1943,
Sv. Sig.
RITSKÝRING
Málið og frágangurinn á þýðingunni er ekki
sem skyldi. Mun það stafa af því, að bókin
er þýdd á alllöngum tíma. — HELGAFELL,
3-6, 1943,
VÍSINDALEG ÁLYKTUN
Yfirleitt virðist reynslan þó sýna, að gott upp-
eldi er betra en illt eða alls ekkert. — VANDA-
MÁL MANNLEGS LlFS (Fylgirit Árbókar Há-
skólans). — Próf Á. H. B.
OG ENN KVAÐ HANN:
Þessi rannsókn á eineggja tvíburum hefur þá,
að því er frekast verður séð að svo komnu máli,
leitt í ljós, að þeir, þrátt fyrir mismunandi lífs..
kjör, breytast ekki svo mjög líkamlega, nema
að heilsufari, hæð, þyngd og útliti. — VANDA-
MAl MANNLEGS LÍFS — Próf A. H. B.
MISDJÚPT GRAFIÐ
Grafir hinna dauðu voru ýmist niðri í jörðunni
eða í haugum, og er gerður greinarmunur á
jarðgröfum eða undirgröfum, yfirborðsgröfum,
efri gröfum og efstu gröfum. — UM FRUM-
TUNGU INDÓGERMANA OG FRUMHEIM-
KYNNI (Fylgirit Árbókar Háskólans). Próf.
Alexander Jóhannesson.
FERMÁL HRINGSINS
En utan um grafirnar var gerður hringur, og
var hann ýmist kringlóttur eða ferhyrndur. —
UM FRUMTUNGU INDÓGERMANA o. s. frv.
Próf. A. Jóh.
AÐ VÍSU VAR ÞETTA
í SUÐUR-KALIFORNÍU
Biskup íslands hefur áorkað meira íslandi í
hag í Suður-Kaliforníu á þremur dögum en
nokkur annar síðustu fjörutíu árin. — Úr frétta-
skeyti til útvarps og blaða.
GUÐ í AMERÍKU
Ég hef aldrei þreifað meira á forsjón . . . guðs
en á þessu ferðalagi. Mér fannst ég þráfaldlega
þreifa á handleiðslu guðs og nærveru, sérstak-
lega, þegar ég þurfti á að halda. ÞJÓÐV. 9/5,
haft eftir herra biskupinum dr. Sigurgeir Sig-
urðssyni.