Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 183
HÖFUNDATAL HELGAFELLS
157
skrifstofustörf í Reykjavík. Hefur birt eftir sig
nokkur frumsamin kvæði og þýdd, í blöðum og
tímaritum. Auk þess liggja eftir hann í þýðingu:
Rök jajnaÖarstejnunnar og De profundis eftir
Oscar Wilde.
FREDERICK L. ALLEN, mikilsmetinn am-
erískur höfundur, aðalritstj. eins heimskunnasta
tímaritsins í Bandaríkjunum, Harper’s Magazine.
Hefur m. a. ritað tvær afbragðsbækur um fé-
lags- og menningarþróun í Bandaríkjunum frá
1929 til 1939, Only Yesterday og Since Yester-
day, og nær sín bókin yfir hvorn áratug.
HJÖRVARÐUR ÁRNASON. Hann er
bandarískur þegn af borgfirzkum ættum, sonar-
sonur Árna hreppstjóra Sveinbjörnssonar, sem
lengi bjó að Oddstöðum í Lundarreykjadal
(dáinn 1912). Listfræðingur að menntun og
starfi. Hefur dvalizt hér á landi um skeið og
annazt upplýsingastarf á vegum bandarísku her-
stjórnarinnar. — Hjörvarður hefur ritað fjölda
greina í íslenzk blöð og tmarit og ennfremur
flutt fyrirlestra um alþjóðlega myndlist, í Há-
skólanum. — Helgafell hefur tryggt sér rétt til
birtingar á þeim fyrirlestrum og flytur hinn
fyrsta af fimm að þessu sinni. Hjörvarður dvel-
ur nú vestan hafs, en mun væntanlegur hingað
aftur jafnskjótt og færi gefst. Hann hefur kynnt
sér íslenzka myndlist að undanförnu, í því skyni
að rita rækilega um þróun hennar og horfur, er
hann telur sig hafa til þess nægan undirbúning.
Helgafell hefur ástæðu til að vænta þess, að sú
tímabæra listfræðsla fari ekki með öllu framhjá
dálkum þess.
EINAR MEIDALL HOPP. Hann er nú yfir-
foringi í her frjálsra Norðmanna. Var útvarps-
stjóri í Bergen fyrir styrjöldina. Hefur gegnt her-
störfum hér á landi nú um skeið.
MAGNÚS KJARTANSSON. F. 1919 í Hafn-
arfirði, sonur Kjartans Olafssonar bæjarftr. og
Sigrúnar Guðmundsdóttur konu hans. — Lauk
stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík,
stundaði vélaverkfræði f Kaupmannahöfn í tvö
ár, en sneri sér þá að norrænunámi þar við há-
skólann. Dvelst nú í Stokkhólmi. Hefur verið
ráðinn ritstjóri væntanlegrar orðabókar um ís-
lenzkt nútímamál. Kvæði hafa birzt eftir hann
og greinar bókmenntalegs efnis (í Fróni).
* * *
Þá skal getið hér höfundarnafns úr jólaheft-
inu 1943, með því að mörgum mun leika hugur
á upplýsingum um eigandann.
SIGFÚS BJARNARSON, höfundur greinar-
innar SJ^áldiÖ á Litlu-Strönd, er fæddur 1872, á
Grenjaðarstað, S.-Þ. Gagnfr. frá Möðruvöllum.
Bóndi um langt skeið á Kraunastöðum og Múla
í Aðalreykjadal. Hefur skrifað sitthvað urr
mannfræði og menningarlíf Þingeyinga, en flest
mun það enn í handriti. Birzt hefur áður eftir
hann grein, um Pétur á Gautlöndum, í And-
vara. Hann er faðir Björns magisters og Hall-
dórs skattstjóra í Reykjavík.
Helgafell mun framvegis kynna nýja sam-
verkamenn sína stuttlega í hverju hefti, og ef til
vill má vænta skrár innan skamms um alla þá,
sem efni hefur verið birt eftir í undanförnum
tveim árgöngum. Æskilegt er, að þeir, sem gefa
tímaritinu kost á efni til birtingar eftirleiðis, láti
fylgja suttar upplýsingar um helztu æviatriði
sín, ásamt mynd af sér.