Helgafell - 01.04.1954, Page 48

Helgafell - 01.04.1954, Page 48
46 HELGAFELL En mörgum árum áður hafði Thorvaldsen bundizt vináttuböndum við íslenzkan félaga á akademinu, Gunnlaug Briem, sem hafði komið 15 ára gamall til Kaupmannahafnar, árið 1788. Hann útskrifaðist þaðan sem myndhöggvari, en hvarf sjö árum síðar að laganámi og gerðist sýslumaður heima á Islandi. Þar fékk hann nafnkunnasta sagnfræðing landsins, Jón Espólín sýslumann, til þess að taka saman hina íslenzku ættartölu Thor- valdsens, og var hún afhent iistamanninum við hátíðahöldin í Kaupmanna- höfn 1S19. Það er þessi sam'i Briem, sem Thiele vitnar til í sambandi við’ dvöl Bertels í Ábenrá 1791, þar sem hann gat veitt sér þann munað að kaupa sér bæði fiðlu og flautu. „Já, hann var meira að segja svo vel stæður, að hann gat fengið sér tilsögn í hljóðfæraleik, eins og vinur hans frá þeim tíma, Gunnlaugur sýslumaður Briem, talar enn um 1820 í einu bréfa sinna“. Þannig getum vér kallað þrjá nafnkennda menn til skýrrar heimildar um hin íslenzku tengsli við æskuheimili Thorvaldsens, og eru þó hinir, sem ekki verða lengur nafngreindir, að sjálfsögðu miklu fleiri. Hér er um að ræða persónuleg samskipti, sem rofna þá fyrst, er Thorvaldsen hefur náð fullorðinsaldri og er kominn til Rómaborgar. Og þó — ísland varðar hann í sjálfu sér ekki neinu. Að hann sanit sem áour, eins og síðar verður sýnt fram á, geynrir ævilangt þetta land, sem hann hefur aldrei augum litið, í vinsamlegu minni, þá er það einvörðungu fyrir lotningarfulla ræktarsemi við föðurinn. Ilér er um tvo menn að ræða, sem eiga þá hlédrægu karhnannslund, sem gerir þeim báðum jafn erfitt fyrir um það að láta sínar dýpstu tilfinn- ingar í ljós. Slíkt er ósvifíinn íslenzkur eðlisdráttur. Og þó eigum vér eftir að sjá djúp þessara tilfinninga afhjúpast unz hjörtu þeirra beggja kveinka sér undan svipuhöggum örlaganna, hjarta föðurins í biturleik og beiskju, en hjarta sonarins í auðmýkingu. Bréf þau, sem Bertel skrifaði föður sínum, eru því nær öll giötuð — og öll bréf til móður hans. Af bréfum Gottskálks til sonarins hafa hins vegar átta geymzt. Þau eru öll frá árunum 1796—1805, eða frá því að Bertel fer til Rómar og fram til ársins áður en faðir hans deyr. Þetta ástúðlega bréf . .. Þitt mjög ástúðarfulla bréf . .. Síðasta kær- leiksfulla bréfið þitt . . . Þannig byrja þrjú af bréfunum. Ekki hafa það verið kuldaleg bréf, sem hann hefur látið frá sér fara, og ekki verður séð að þau vitni um skort á heitum tilfinningum. ITpphaf á einu bréfi Bertels hefur varðveitzt í uppkasti, dags. 22. apríl 1822. Þar segir svo: „Látið mig nú sjá, að þér skrifið oftar til mín þann stutta tíma, sem ég verð hér, þar sem nú líður óð’um að þeim fagnaðardegi, þegar mér veitist að faðma að mér mína góðu foreldra. Guð veit, hvað það verður þeim nrikil gleðistund!“ Þegar það er haft í huga, að Bertel er um þessar mundir búinn að vera nærfellt sex ár að heiman og hyggur auk þess til heimferðar innan fárra mánaða, virðist slíkt bráðlæti eftir bréfum föðurins stappa nærri því að mega teljast ósanngjarnt — á öld póstvagnsins og freigátunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.