Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 69
UMRÆÐAN 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Tryggir fullkomna mælingu á margskiptu gleri Skjár sem sýnir þér nýju gleraugun frá öllum hliðum Fljótlegt og einfalt ferli Skilar þér fullkomnu gleri fyrir þína sjón BYLTINGARKENND NÝJUNG í mælingum á margskiptum glerjum HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 LAUGARDAGA 11:00- 14:00 TRAU ST OG G ÓÐ ÞJÓN USTA Í 18 Á R Þegar sett eru formleg markmið fyr- ir heilt land í umboði þjóðarinnar þá má gera kröfu á ráða- menn um lágmarks metnað í tilraunum til að standa við slík markmið eða skuld- bindingar. Það vill svo til að Ísland er skuldbundið mark- miðinu um 10% hlut endurnýj- anlegrar orku í samgöngum árið 2020 með tilskipun Evrópuþings- ins um aukinn hlut endurnýj- anlegra orkugjafa. Ísland hefur einnig skuldbundið sig í loftslags- málum þar sem nettólosun lands- ins á að minnka um tæplega 31% fyrir 2020. Árið 2020 er nær en margir halda og að standa ekki við raunhæfar skuldbindingar ber, að mínu mati, vott um metn- aðarleysi og sofandahátt. Í lýð- ræðisríkjum bera íbúar ábyrgð á slíkum skuldbindingum kjörinna fulltrúa og því þurfum við að vera á tánum í að minna ráðamenn á tímasett markmið. Það sem hefur sárlega vantað í aðgerðum sem snúa að þessum markmiðum og skuldbindingum eru langtíma- ákvarðanir. Rafbílar Eitt dæmi um slíkt eru ívilnanir fyrir rafbíla sem settar voru á 2012 og sannarlega stuðluðu að innflutningi fyrstu rafbílanna til landsins með tilheyrandi áhrifum sem snerta báðar af ofangreindum skuldbindingum. Aðgerðin virkaði, einn og einn neytandi er farinn að fikta við rafbíla og sum bílaumboð hafa lagt út í heilmikinn kostnað og vinnu til að fá rafbíla til lands- ins, auk þess að þjálfa starfsmenn í meðhöndlun á þessum nýmóðins bifreiðum. Ráðuneytin vinna nú í því að lengja þessar ívilnanir svo þær falli ekki niður um áramótin, sem klárlega hefði þýtt algert söluhrun á rafbílum. Hefði ekki verið framsýnna að beintengja þennan stuðning við ofangreind markmið og eyða um leið ákveð- inni óvissu sem innflutningsaðilar rafbíla búa við í dag? Erum við kannski þegar búin að ná mark- miðunum, nei, svo sannarlega ekki þar sem við erum rétt að krafsa í kringum eitt prósent hlut end- urnýjanlegra orkugjafa í sam- göngum en ekki 10% eins og stefnan er fyrir 2020. Þarf að styðja við rafbíla? Frekar ætti að spyrja til hvers að styðja við rafbíla með veikan ríkissjóð og ef þessir rafbílar eru svona æðislegir af hverju í ósköp- unum þarf þá yfirleitt að styðja við þá? Rafbílar henta frábærlega fyrir Ísland þar sem öll raforka er græn og ódýr og rafbílar því mun umhverfisvænni og ódýrari í rekstri. En ennþá eru rafbílar hinsvegar of dýrir í innkaupum. Þá kunna einhverjir að spyrja, er ekki best að bíða bara eftir að þeir lækki í verði? Málið er hins- vegar að bifreiðaframleiðendur eru ekki góðgerðarsamtök heldur fyrirtæki sem þurfa tekjur til að standa undir útgjöldum. Eins og við höfum oft upplifað þá þróast vörur hratt eftir að þær komast á markað og verða bæði betri og ódýrari með tím- anum. Farsímar eru gott dæmi um þetta en þeir eru í dag mun betri og ódýrari en svörtu hlunkarnir sem fyrst komu á markað. En það er einn stór munur á farsíma og rafbíl. Farsíminn var á sínum tíma glæný þjónusta á markaði en rafbíllinn er hinsvegar í sam- keppni við olíubílinn sem hefur fengið áratugaforskot í kapphlaup- inu á markaði. Með öðrum orðum þá mun heimurinn aldrei fá betri og ódýrari rafbíla ef enginn kaup- ir þá rafbíla sem í boði eru nú. Með ívilnunum nú erum við ekki bara að mæta umhverfisskuld- bindingum fyrir Ísland heldur líka að leggja okkar á vogarskálina á þróun framtíðar rafbílsins. Þessi framtíðar-rafbíll verður vonandi svo ódýr og hagkvæmur að hann þarf engar ívilnanir og getur borgað sinn eðlilega hlut af skött- um og skyldum. Auðvitað getur lítil þjóð valið að sitja bara hjá og treyst á aðra til að redda þessum nauðsynlegu rafbílakaupum. Að mínu mati er bara eitthvað veru- lega bogið við það að styðja ekki við rafbílaþróun fyrir land sem er nánast það eina í heiminum með 100% græna raforkuframleiðslu en jafnframt núll lítra í olíu- framleiðslu. Kæru þingmenn allra flokka, reynum nú einu sinni að lengja íslenska framtíðarsýn fram yfir hádegi og tengja saman lang- tímamarkmið við langtíma- aðgerðir. Verkefnið er einfalt, þ.e. að tengja ívilnanir við þau mark- mið sem stefnt er að. Markmið og skuldbindingar Eftir Sigurð Friðleifsson » Í lýðræðisríkjum bera íbúar ábyrgð á slíkum skuldbindingum kjörinna fulltrúa og því þurfum við að vera á tán- um í að minna ráðamenn á tímasett markmið. Sigurður I. Friðleifsson Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. – með morgunkaffinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.