Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 AKUREYRI Ef hugurinn leitar norður er eðlilegt að ferðalangar vegi og meti hvort sé sniðugra að fljúga eða aka. Árni segir að alla jafna megi reikna með að það sé álíka dýrt fyrir tvo að fara fljúgandi og akandi á einkabíl. „Það byrjar að vera hagkvæmara að aka þegar þrír eða fleiri deila bílnum en þá er eftir að taka með í reikninginn þann mikla tímasparnað sem fæst með því að ferðast norður með flugvél.“ Hann bætir við að þeir sem vilja taka með sér þunga skíðaskó og skíði eða snjóbretti þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af dýrri yf- irvigt þó flogið sé. „Þegar miðinn er bókaður getur fólk greitt gjald fyrir þess háttar aukafarangur. Er gjaldinu stillt mjög í hóf og kostar t.d. ekki nema 750 kr. aukalega að taka með heilt skíðasett.“ Spara bæði tíma og peninga Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is A ð sögn Árna Gunnarssonar eru að lágmarki fimm ferð- ir á dag milli Reykjavíkur og Akureyrar og þegar mikið liggur við fjölgar fugferð- unum upp í tólf eða þrettán. Ekki aðeins eru ferðirnar tíðar heldur auðvelt að kaupa miða og komutími á flugvöllinn aðeins hálftíma fyrir flug. Árni er framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands og segir hann fjölda farþega norður haldast nokkuð stöð- ugan yfir árið. „Mestu álagstímarnir eru í mars og október og kemur m.a. til vegna þess að það eru vinsælir funda- og ráðstefnutímar. Í mars eru líka margir skíðaunnendur á ferðinni sem vilja ekki missa af síð- ustu snjódögunum í Hlíðarfjalli áður en vorið gengur í garð.“ Fljót í gegnum flugstöðina Hann minnir á að því fylgi tölu- vert minna umstang að fljúga innan- lands en að ferðast til útlanda. Að skjótast út á Reykjavíkurflugvöll er mun minna ferðalag en að halda út í Leifsstöð og þegar komið er í flug- stöðina eru raðir stuttar og af- greiðslan skjót. Er alveg óhætt að kaupa miða með stuttum fyrirvara ef fólk skyldi skyndilega langa til að skjótast norður. „Fyrirvarinn á ferðalaginu þarf ekki að vera eins langur og þegar fólk heldur til útlanda og þarf ekki að gera miðann mikið dýrari þó hann sé keyptur með stuttum fyrirvara. Hagstæðasta verðið fæst þó alltaf ef hægt er að skipuleggja aðeins fram í tímann,“ segir Árni. Langflestir velja að kaupa flug- miðann á netinu en á heimasíðu flug- félagsins er að finna þægilega bók- unarvél. „Verðið tekur breytingum í samræmi við sætaframboð en á flestum tímum ársins má eiga von á að geta fundið miða á góðu verði. Ef ferðaplönin breytast, þá eru ýmsir möguleikar í stöðunni til að ýmist breyta flugdegi eða fá miðann end- urgreiddan,“ útskýrir Árni. „Ódýr- ustu fargjöldin eru ekki endurgreið- anleg en breyting á flugi kostar um 20% af verði miðans. Sveigjanleikinn er meiri í dýrari fargjaldaflokkum og ýmist hægt að breyta flugtím- anum eða skila miðanum gegn hóf- legu gjaldi. Ef fólk á t.d. bókaðan miða norður á skíði en veðrið reynist ekki vera nógu gott þegar ferðadag- urinn rennur upp, þá er ekki mikill vandi að færa ferðalagið einfaldlega til um viku og engin hætta á að mið- arnir fari í súginn þó að í sumum til- fellum þurfi að borga breyting- argjald.“ Skíði, leikhús og tónlist Viðburðadagatal Akureyringa er þétt skipað og virðist sem í viku hverri stígi þar á svið flottir tónlist- armenn, ný myndlistarsýning sé opnuð eða nýtt leikverk frumsýnt. „Við leggjum okkur fram við að bjóða viðskiptavinum okkar að kaupa miða á listviðburð um leið og flugmiðinn er keyptur en flugfélagið hefur um árabil átt í góðu samstarfi við menningarstofnanir bæjarins. Einnig er Flugfélag Íslands með- limur í hópnum Vinir Hlíðarfjalls sem m.a. hefur aðstoðað við fjár- mögnun snjóframleiðslutækja svo að í dag er nánast öruggt að skíðafæri er þar gott frá nóvember og fram í apríllok.“ Morgunblaðið/Eggert Einfalt mál að fljúga norður  Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir lítið umstang fylgja því að skjótast til Akureyrar með flugi  Á flestum árstímum er auðvelt að finna sæti á hagstæðu verði og ef áætlanir raskast eru ýmsar leiðir fær- ar til að breyta eða skila miðanum Sveigjanleiki „Ef fólk á t.d. bókaðan miða norður á skíði en veðrið reynist ekki vera nógu gott þegar ferðadag- urinn rennur upp, þá er ekki mikill vandi að færa ferðalagið einfaldlega til um viku,“ segir Árni Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.