Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 45
FREUD UM SIÐMENNINGU OG SAMFÉLAG
ar orðuð skýrast í verkum annars bandarísks heimspekings, Charles
Peirce, sem færði rök fyrir því að merking hugtaks sem beitt er í vísinda-
legri rannsókn ráðist af skýringargildi þess. Peirce orðaði það svo að
merking hugtaks ráðist nákvæmlega af því hvaða afleiðingar beiting þess
hefur í reynslunni.23
Vísindaleg aðferð í skilningi Deweys er einfaldlega fólgin í því að beita
rdtsmunalegum mælikvörðum á viðfangsefni sem kreþast þess að hugsað
sé um þau utan ramma vanabundinnar hugsunar, þeirrar sem oft er nefnd
heilbrigð skynsemi. Markmiðið er að leyfa vitrænum aðferðum að njóta
sín í þeirri trú að þannig geti skynsemi mótað þjóðfélagsþróun fremur en
tdl dæmis tilviljanir. A sama hátt sér Freud skynsemisvæðingu samfélags-
ins sem lausn undan ógnum hvatalífsins, ef rétt er á málum haldið. Það
sem í meðförum Deweys verður félagslegt taumhald - það er að segja
möguleikar samfélags á að ná tökum á gerð sinni og framtíð á sér mjög
skýran samhljóm í hugmyndum Freuds um stjórn á samskiptum manna
þar sem árásargjarnar niðurrifshvatir mannsins eru viðurkenndar um leið
og tilraun er gerð til að ná stjóm á þeim.24 Það er skoðun Freuds að
framtíð siðmenningarinnar velti einmitt á því hvernig þetta tekst: „Þessi
menningarlega hömlun ... er ... ástæðan fyrir þeirri andúð, sem öll sið-
menning á við að glíma. Þetta gerir líka miklar kröfur til vísindalegs
starfs okkar - og þar munum við þurfa margt að útskýra. Það er ekki auð-
velt útskýra, hvemig hægt er að svipta eðlishneigð fullnægingu sinni.
Ekki er það heldur alls kostar hættulaust. Sé ekki bætt fyrir þann missi,
má ganga að því vísu, að af því leiði alvarlegar traflanir.“25
Þessar alvarlegu truflanir era ekkert annað en hmn siðmenningarinn-
ar sjálfrar. Þannig er hættan mikil og í Blekkingu trúarinnar veltir Freud
fyrir sér þeim möguleika að hugsanlega séu þau vísindi og fræði sem
stuðla að því að svipta menn blekkingum í raun mestu niðurrifsöfl sið-
menningarinnar. Þá er sama hvort það sem vísindin rífa niður em blekk-
23 Það er ef til vill nærtækast að bera afstöðu Peirce saman við afsönnunarkenningu
Poppers en samkvæmt henni hefur vísindaleg tilgáta merkingu þá og því aðeins að
hægt sé að gera grein fyrir skilyrðum sem mundu afsanna hana. Það nægir hinsveg-
ar, frá sjónarmiði Peirce, að hugtökin sem beitt er breyti einhverju um það hvemig
fyrirbærin sem þau vísa til eru meðhöndluð. Sjá Charles Peirce (1878) „How to
Make Our Ideas Clear“ í Writings of Charles Peirce A Chronological edition, 3. bindi
1872-1878. Indiana University Press, 1986. Bls. 273.
24 Dewey (1929) bls. 86; Freud (1930) bls. 38-39.
25 Freud (1930) bls. 41.
43