Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 90
SIGURJON BJORNSSON
hvetrú siimi í átt til hinnar gömlu og göfugu Mósetrúar, að áliti Freuds
fyrir áhrif ífá Levítum, sem hann telur hafa verið upphaflega fylgismenn
og trúbræður Móse og að líkindmn Egypta. Samviskubitið yfir drápi
Móse lifði alltaf í hugskoti gyðinganna. Það var endmdífgun hins upp-
runalega föðurmorðs, sem segir frá í Tótem og tabú. Dulvituð endur-
minning föðurmorðsins hafði flust ffá kynslóð til kynslóðar mn þúsund-
ir ára við erfðir samkvæmt kenningu Lamarcks.
Gyðingar komast til Kanaanslands. Þeir mega í rás aldanna þola margs
konar ratmir og hörmtmgar. Vonirnar mn hylh Guðs rættust ekki. Og
það var ekki auðvelt að viðhalda blekkingunni um að vera elskaður fram-
ar öllum öðrum, að vera Guðs útvalin þjóð. Hvernig gat á þessu staðið?
Skýringin var aðeins ein: Þeir áttu ekki betra skilið. Guð var að refsa
þeim þtu að þeir höfðu ekki hlýtt boðmu hans. Þrautaráðið og það sem
spámennirnir ólu á, var að gera siðaboðin sífellt strangari, nákvæmari og
jafnvel smásmugulegri. Með nýjum bylgjum siðferðislegrar hreinlífis-
stefnu lögðu þeir á sig meira og meira afsal eðlishvata og með því móti
komust þeir - að minnsta kosti í kenningum og fyrirmælum - í þær hæðir
siðræns þroska sem engin önnur þjóð fornaldar náði til. Margir gyðingar
Hta á þennan siðferðisþroska sem arrnað megineinkenni og annað stór-
afrek trúar þeirra.
En þegar fram liðu stundir varð samt ljóst að ekki var allt með felldu.
Einhvers kona drungi og dapurleiki sótti á, ekki aðeins á gyðingaþjóðina
heldur og á nálægar þjóðir. Sagnfræðingar töluðu um ellimörk forn-
menningar. Það var gyðingurinn og rómverski borgariim, Sál ffá Tarsus,
sem kallaði sig Pál, sem fann lausn vandans. Hann sá flnstur manna af
andagift sinni, að orsök óhamingjunnar var að vér höfum drepið Guð
Föður. Hann orðaði það að vísu alls ekki svo. „Hann gat einungis höndl-
að þennan sannleika í blekkingarhjúp fagnaðarboðskaparins,“ segir
Freud. „Vér erum laus við alla sekt, því að einn af oss hefur fórnað lífi
sínu oss til endurlausnar.“ Og úr því að bæta þurfti fyrir glæp með
mannsfórn gat glæpurinn ekki hafa verið annað en morð. Og var það þá
ekki við hæfi að sá sem fórnað var skyldi vera sonur Guðs? Auðvitað var
ekki hægt að tala um glæp. Af snilld sinni og innsæi kom Páll í staðinn
með hugtakið erfðasynd.
Erfðasynd og endurlausn með mannsfórn varð hornsteinn þeirrar ti'ú-
ar sem Páll var höfundur að. Og Freud heldur áffam útlistun sinni og
segir að vert sé að veita því athygli hvernig þessi nýja trú tók á hinni
88