Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 111
DÓRA í MEÐFERÐ FREUDS
er gloppótt", „þetta er ófullnægjaiidi“, „ég skildi ekkert þarna og geri það
ekki enn“. Þetta er ekki aðeins mælskubragð því að eins og Patrick Ma-
hony bendir á er geldingarþemað of áleitið í sögunni til að hægt sé að
horfa fram hjá því, textinn talar ekki bara um kynferði heldur verður
hann kynferðislegur.41 Meðferð(in á) Dóru er ferli sem Freud var ekki
búinn að leiða til lykta. Hann er ekki búinn þegar Dóra segir honum upp
og hann vill og þarf að skrifa úr sér spennuna, skrifa sig frá vandamálinu,
reyna að ljúka sögunni. Dórusagan fær þannig sjálfs-greinandi einkenni
nútímabókmennta og við getum líka séð að Freud verður sjálfur meiri og
meiri aðalpersóna í sögu sinni. Það sem mestu máli skiptir er barátta
hans og sannleiksleit, vilji hans til að afhjúpa leyndarmál Dóru, sýna fram
á það sem hún veit en þetta verður æ vonlausara verkefni eftir því sem
meira er reynt, öryggisleysið byrjar að grípa um sig, þversagnir hrannast
upp, nýjar spumingar vakna um leið og öðrum er svarað. Textinn ein-
kennist af tvíræðni á öllum sviðum; íróm'a og sjálfsírónía Freuds (meðvit-
uð og ómeðvituð) vinnur gegn hinni meintu vísindalegu orðræðu.
Samkvæmt Jacques Lacan byggja kenningar Freuds um yfirfærsluna á
þeim fánýta draumi að sjúklingurinn sem kemur í meðferð búi yfiir fast-
settum og tilbúnum sannleika sem sálgreinandinn geti afhjúpað. Það er
hins vegar engin slík fastsett merking til, sá sem er í greiningu býr sig í
raun til í orðræðu sinni sem fer fram í samspili hans og sálgreinandans.
Þessi orðræða er sá sjúklingur sem við höfum. Þegar merkingarmyndun
í greiningunni frýs er sálgreiningin strönduð af því að meðferðin er ferli
sem er í raun óendanlegt. „Sannleikurinn“ verður til í þessu túlkunar-
ferli, lestrinum, skrifdnni, leitinni, samtalinu og það er í því sem sál-
greiningin og bókmenntimar mætast.42 Þó að Freud hefði trúlega getað
samþykkt þennan skilning, sem er í raun í framhaldi af síðari kenningum
hans um tdirfærsluna, hefði hann trúlega samt orðið að reyna að ljúka og
loka sögunni af Dóru. Hann varð að eiga síðasta orðið.
Sídasta orðið?
Sálgreinandinn Felix Deutsch hafði samband við Freud árið 1923 og
sagðist hafa verið kallaður til sjúklings sem þjáðist af suði fyrir hægra
41 Mahony velur 23 dæmi úr textanum þar sem sagt er með sömu eða svipuðum orð-
um að greiningin hafi verið rofin (e. broken off), Patrick Mahony, 1996, s. 119-120.
42 Jacques Lacan, 1985, s. 93-94.
109