Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 181
MEISTARAFLÉTTA FREUDS - LÍKAN FYRIR FRÁSAGNIR
í miðju sem getur færst áfram eða aftur á bak. Þessi óumflýjanlega miðja
gefur til kynna hið djöfullega: Endurtekning og endurkoma eru öfug-
snúnar og erfiðar og trufla hina einföldu hreyfingu fram á við. Tengsl
frásagnarfléttu við sögu getur vissulega tdrst einkennast af hinu djöful-
lega, sem nokkurs konar ögrandi tálsýn eðlishvatanna, endurflutningur
sem fléttar saman töfra og bölvun endursköpunar eða „endur-framsetn-
ingar“. En til þess að geta sagt eitthvað meira um eðli endurtekningar
verðum við að kafa dýpra í texta Freuds.
„Það sem hér fer á eftir er hugsmíð“.13 A þennan veg byrjar Freud
fjórða kaflann, í svipuðum dúr og Rousseau gerir í Orðræðu um uppruna
misréttis, en kafli Freuds er uppkast af hinu orkufræðilega og kraftmikla
líkani geðrænnar virkni: Kerfi Sk.-Vt. (skynjunar- og vitundarkerfi) og
hið dulvitaða, hlutverk ytra lagsins sem vörn gegn örvun, og sú skilgrein-
ing að áföll rjúfi þessa vörn sem leiði til svo mikillar örvunar að vellíðun-
arlögmálið verði óvirkt. I þessu ástandi getur endurtekning á áföllum í
draumum taugasjúklinga gegnt því hlutverki að leita á afturvirkan hátt að
leiðum tdl að stjórna örvuninni, að stjórna eða þötra hina hreyfanlegu
orku með því að kalla frarn þann kvíða sem áður skorti - skort sem olli
rofinu og orsakaði því áfallstaugaveiklunina. Endurtekningaráráttunni er
þannig ætlað að leysa verkefiú sem verður að vera lokið dður en vellíðun-
arlögmálið getur orðið ráðandi. Endurtekningin er því frumatriði, óháð
vellíðunarlögmálinu og mun frumstæðari. Freud hefst nú handa við að
rannsaka kerminguna um eðlishvatirnar, mesta grunnkraft sálarlífsins.14
Eðlishvatimar em vettvangur hinnar hreyfanlegu „frjálsu“ orku; „frum-
ferlis“ þar sem orkan leitar efdr tafarlausri losun því að seinkun á full-
nægingu er ekki liðin. Það virðist vera „verkefhi hins æðra hluta sálarlífs-
ins að binda hvatræna örvun, sem nær inn í frumferlin“ áður en
13 P?ýð.] Sjá síðu 105 í íslenskri þýðingu Sigurjóns Bjömssonar í „Handan veliíðunarlög-
málsins“ í bókFreuds Ritgerðir. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002. Fram-
vegis verður vísað í þýðingu Sigurjóns með blaðsíðutali í sviga aftan við tilvimun.
14 Arið 1926 skrifaði Freud að hið aflræna tikan sálarlífsins sé „tilkomið vegna ... sam-
spils krafta, sem aðstoða, hindra eða samtvinna hver annan. Þessir kraftar em í eðli
sínu hvatir...“ (Standard Edition, bindi 20, s. 265). Eg mun nota hugtakið „hvatir“ [e.
ivstinct] þar sem það er þýðingin á Trieb eins og kemur fram í Statidard Edition. En
við verðum að gera okkur grein fyrir því að orðið „hvatir“ er ófullnægjandi og að
einhverju leyti misvísandi því að þar glatast tilfinningin fyrir samspili „drifs“ og
„kraftar“ eins og sltilningur Freuds á Trieb er. Franska þýðingin sem er ráðandi
núna, pulsion, væri nær lagi og því er hægt að kalla líkanið sem vekur áhuga minn
hér einfaldlega „pulsional“.
z79