Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 186
PETER BROOKS
löngunar - það hvernig hún bregst við ímyndaðri atburðarás sem leiðir til
fullnægingar - færa okkur frá sviði grunnhvata til margbrothma skáld-
sagna. Löngun verður textaleg vegna sérstakra frásagnarhvata, þar sem
löngun er nafnskipti, kraftur sem knýr hina táknrænu keðju áffam svo hún
gefur hinum dularfullu viðfangsefhum þráriimar merkmgu.
Flækjur næst síðasta kafla Handan vellíðimarlögmálsins þarf ekki að end-
urtaka í smáatriðum. I stuttu máli heldur Freud tvívegis á slóðir líffræð-
innar í kaflanum, fyrst þegar hann glímir við upprana dauðans, þar sem
hann reynir að svara því hvort hann sé nauðsynlegur eða einungis annar
möguleiki til viðbótar við óendaleikann, og svo þegar hann eltist við
upprana kynhneigðarinnar, til að sjá hvort hún staðfesti þá lýsingu að
eðlishvatirnar séu íhaldssamar. Líffræðin getur ekki fært okkur öraggt
svar við þessum vangaveltum, en í henni má þó í það minnsta fimia þá
myndrænu tvíhyggju sem hugsunarháttur Freuds kallar á og það hvetur
hann til þess að endurhugsa fyrri hugmyndir sínar um andstöðu sjálfs-
hvata og kynhvata sem andstöðu lífs- og dauðahvata. Breytingin í flokk-
un andstæðra krafta gerir honum síðan kleift að gefa líbídóhvötmrmn
nýtt hlutverk sem Eros „skáldanna og heimspekinganna“, þær halda öllu
lifandi saman og leita leiða til þess að skapa enn stærri lifandi heildir.
Þráin endurskilgreind sem Eros er því mikill og umfaðmandi kraftur senr
hefur það að markmiði að skapa heild nreð samsetningu nýrra eininga:
Hún er nafnskipti sem leitast við að verða myndhvörf.
En til að samræmi náist í andstöðukerfi Freuds, verður hann að geta
eignað Erosi, sem og dauðahvötunum, þörfina til að færa hluti aftur í
upprunalegt horf. Þar sem lífffæðin getur ekki svarað þessu snýr Freud
sér, með ótrúlegum hætti, að goðsögninni um Andrógyn í Samdrykkjunni
efdr Platón, en þar fær Eros það hlutverk að endurheimta týnda frum-
einingu sem hafði verið sundrað. Afsökunartónn Freuds í þessu síðasta
atriði röksemdarfærslu sinnar er að sunm leyti falskur, vegna þess að við
merkjum ánægju hans yfir að hafa skýrt krafta hinnar mennsku meistar-
afléttu sem „heimspekingur og skáld“. Eins og hann sagði síðar í Nýir
inngangsjýrirlestrar um sálkönnun með augljósri ánægju: „Eðlishvatakenn-
ingin er ef svo má segja goðafræði vor. Eðlishvatir era goðsagnakenndar
einingar, stórkostlega óræðar".1 Hér í Handan vellíðunarlögniálsins, er af-
1' Freud: Nýir inngangsfyrirlestrar um sálkönnun [Neue Folge der Vorlesungen zur Einfii-
hrungin die Psychoanalysis, 1933]. Þýð. Sigurjón Björnsson. Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1997, s. 108.
184