Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 76
JENS LOHFERT J0RGENSEN
is dauðanum skilar engu. Gagnsemishugtaldnu sem er drifkraftur ljóðs-
ins, er vísað á bug og sjónum beint að sjálfu ritunarferlinu. Þessi tilfærsla
hlýtur að vera skilyrði fjrrir öllum bókmenntum, f^nir allri hst sem hefur
það að takmarki að tjá dauðann. Þegar ég held þrd samt sem áður fram
að textar J.P. Jacobsens fjalli um dauðann, ber að skilja umfjöllunina bók-
staflega sem umfjöllun íkringum svartholið, þá þungamiðju sem dauðinn
er í textaveröld hans, og þá staðreynd að dauðinn fer saman við endalok
ritunarinnar. Þegar ég skrifa um dauðann í höfundarverki Jacobsens, þá
skrifa ég einnig um allt það sem snertir dauðann í verkunmn: Trúarupp-
gjörið, vangaveltur um kjmhvötina, listskilninginn og fagurfræðihugtak-
ið, tilvistarlega depurð og líffræðilegt viðhorf til mannsins. Eg skjmja
tilvist dauðans í höfundarverkinu sem endurlífgandi aðgerð. Hún miðlar
á milli tveggja gjörólíkra viðhorfa til dauðans: Annað viðhorfið er eins-
leitt, hitt sundurleitt. Það fjy'rrnefhda stuðlar að samræmi í því ferli sem
það hefur orðið til úr eða veldur, það síðarnefnda veldur ósamræmi og
tvístrun.
Hliðstætt þessari aðgreiningu tel ég að lýsa megi fag-urfræði J.P. Jacob-
sens sem hreyfingu á milli andstæðra póla sern verða yfirsterkari á víxl:
Annarsvegar er fagurfræði mstrunar, hinsvegar fagurfræði einingar.
Tvær ólíkar lesafstöður svrara til pólanna sem lesendum Jacobsens standa
til boða: Að hluta „ffjáls“ lesafstaða sem krefst reikuls lestrar sem í raun-
inni getur byrjað og endað hvar sem er í textanum og að hluta „bundin"
lesafstaða sem miðar upphaf lestrarins við byrjun textans og endann við
lok hans.
Hér á eftir æda ég að máta þessar kenningar í samanburðarlestri á
tveimur textum frá lokum höfundarferilsins, smásöguna „Fru Fonns“ frá
árinu 1882 og smásögubrotið „Doktor Faust“ frá árinu 1884.
„Fru F0nns“
„Fru Fonns“4 segir frá miðaldra ekkju sem á ferðalagi með tveimur upp-
komnum börnum sínum hittir æskuástina sína á ný og giftist honum,
þrátt fyrir mótmæli barnanna. Með honum upplifir hún 5 hamingjusöm
ár í hjónabandi sem lýkur með dauða hennar eftir skjmdileg veikindi.
4 Tilvitnanir mínar úr smásögunni eru úr útgáfunni; J.P. Jacobsen: Lyrik ogprosa. Gef-
ið út af Jorn Erslev Andersen. Det Danske Sprog og Litteraturselskab/Borgen,
1993.
74