Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 196
ELISABETH BRONFEN
síðan gefið Sarah Kofinan tilefiii til þess að álykta að öll árangursrík list-
sköpun sé afsprengi tregans einmitt vegna þess að hún felur í sér slíka
tvöfalda afstöðu gagnvart missi.27 Fegurðarsköpunin gerir okkur kleift að
flýja hinn óhöndlanlega efnisheim á vit eihfðarblekkingar (afiieitun miss-
is), jafhvel þótt hún þröngvi upp á okkur vitneskju um að fegurðin sé sjálf
óhöndlanleg, vandráðin og óáþreifanleg. Og vegna þess að hstin þrífst á
sama grundvelh óræðni og hún reynir að eyða, fæst hún einkum við að
syrgja fegurðina, og syrgir því um leið sjálfa sig. Sjálfsskoðunarferhð sem
gerir hstina svo áhrifaríka styrkist enn frekar í ljósi þess að í samneyti
sínu við missinn er hstin lifandi dæmi um umframmagn merkingar. Með
því að leysa eitthvað fjarstætt af hólmi eða hkja eftir því, stendur hstin
jöfnum höndum fyrir eitthvað sem er og er ekki, jafiiffamt því sem hið
fagra form er í senn bæði eifift og ekki ehíft. Við þetta vil ég bæta að mn
leið og formgerðarleg samsvörun hryggðar og listar er fylgt efdr þema-
tískt, eins og sjá má í uppástungu Poes, skapar sjálfsskoðunarferlið of-
gnótt umframmerkingar - sjálft hástigið.
En hvers vegna er syrgjandinn karlkyns? Er tilvísun Poes til karlk\’ns
mælanda og áhorfanda að „dauða fagurrar konu“ handahófskennd, eða
má álykta að menning sem tengir dauðann kvenlegri stöðu lítfi óhjá-
kvæmilega á hfsbjörgina sem karlmannlega? Elias Canetti hveiur til sh'kr-
ar kyngervisskiptingar þegar harrn lýsir lífsbjörginni sem afsprengi valds
og sigurs. Hryllingurinn sem vaknar frammi fyrir dauðanum snýst upp í
ánægju, því að sá sem lifir er ekki dauður sjálfur. Dauði líkaminn er í
óvirkri, láréttri stöðu, lagður að vehi og fallinn, á meðan sá sem komist
hefur af stendur uppréttur, fúhur af yfirlætistilfinningu.28 Sú ályktun er
27 Sjá umfjöllun Sarah Kofman [(1985). Mélanchcolie de l'an. Paris: Galilée] og Alieke
Bal [(1987). „Force and Meaning: The interdisciplinary struggle of psychoanalysis,
semiotics, and aesthetics.“ Semiotica 63, bls. 317-344] um þessa bók. Hún er eitt af
meginverkum á þessu sviði og fjallar fræðilega, ekki aðeins efnislega, um hvernig
dauði er birtur og settur fram myndrænt til undirstrika bindandi tengsl skrifta og
missis. Dæmigerður fulltrúi þessarar fræðilegu afstöðu erMichel de Certeau [(1985).
The Practice ofEveiyday Life. Berkeley: University of California Press]. Hann heldur
því fram að skriftír hefjist í missi og að hver myndeining skriftanna endurtaki rniss-
inn. Þær draga fram fjarveru sem er bæði forsenda þeirra og áfangastaður.
28 Elias Canetti [(1980). Macht und Masse. Frankfurt: Fischer] og Emily Vermeule
[(1979). Aspects ofDeath in Early Greek Art and Poefíy. Berkeley: University of Cali-
fornia Press] lýsa dauða stríðsmanninum liggjandi á jörðinni sem „láréttum, Hen-
legum, hvítum og hjálparvana“. Hann er berskjaldaður gagnvart óvirðingum hræ-
gamma á sama hátt og kona hans og börn eru berskjölduð gagnvart órírðingu
efdrlifandi stríðsmanna, bls. 105.
í94