Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 6
INNGANGUR RITSTJÓRA
í upphafsgrein þessa hefds þallar Auður Ólafsdóttir um það sem nefha
mætti grunnvanda listfræðinnar: hvernig fara eigi að því að orða mynd-
list og breyta þar með mynd í orð úr því htið er á myndlist sem merking-
arbæran heim handan orða. Eins og hún bendir á er listfræðin þó ekki
ein um að þurfa glíma við þessa áleitnu spurningu, heldur má segja að
margar aðrar greinar, svo sem bókmenntaffæði, myndi orðræðu um önn-
ur fyrirbæri, til dæmis skáldskapartexta. Auður leggur áherslu á þátt
myndlæsis í hstfræði og það jafhffamt, að fræðin fást ekki aðeins við
hefðbundna myndlist heldur einnig sjónræna menningu í víðari skiln-
ingi. Hún þallar einnig um hvernig inyndlistarmenn, einkum á 20. öld,
hafa tekist á við samband orðs og myndar í verkum sínum en það er að
sjálfsögðu sérlega ágengt í konseptlist. Mjmdlistarhugtakið Hkkaði, mörk
milli tjáningarmiðla urðu óljósari og áhersla var lögð á að myndlist væri
„óháð miðlum“, hún væri myndhugsun, eins og Auður kemst að orði.
Einn af þeim listamönnum sem voru í fararbroddi þessarar nýsköpmi-
ar var Dieter Roth, en verk eftir hann prýðir forsíðu þessa heftis. Dieter
tókst á við eigindir texta og ritmáls í mörgum verka sinna, meðal annars
með því að afhelga viðurkermda texta og sjóða í pylsur, en það er einmitt
heildarsafn verka þýska heimspekingsins Hegels sem er uppistaðan í
bjúgunum á forsíðunni. Ferill Dieters og áhrif eru í brennidepli á Lista-
hátíð í Reykjavík nú í vor sem er einkum helguð samtímamyndlist. Þrjú
listasöfn, Listasafn Islands, Listasafn Rcykjavíkur og Galleri 100° hýsa
viðamikla sýxúngu á verkum hans en hann nýtti sér á ferli sínum afar þöl-
breytta miðla og var í senn listmálari, ljóðskáld, hönnuður og kvik-
myndagerðarmaður svo eitthvað sé nefnt. I grein Aðalsteins Ingólfsson-
ar um Dieter Roth er fjallað sérstaklega um bókverk hans en Aðalsteinn
sýnir hvernig þau endurspegla þróunina í höfundarverki hans allt frá
verkum sem tengjast konkretljóðlist til þeirrar viðamiklu skráningar á
eigin hversdagslífi sem einkenndi síðustu æviár hans og kemur skýrt fram
í dagbókum, skrifuðum bókum jafht sem vídeódagbókum, sem hann lét
eftir sig.
Annar forsprakki konseptlistarinnar kemur við sögu í heftinu því hér
birtist þýðing á fýrsta hluta greinarinnar „List eftir heimspeki“ eftir
bandaríska listamanninn og rithöfundinn Joseph Kosuth. Greinin er gott
dæmi um þau hugmynda- og listheimspekilegu umbrot sem lágu kon-
septlistinni til grundvallar, en í henni líkir Kosuth listinni við tungumál.
„Listin er tungumál og listaverkin staðhæfa hvert inntak listarinnar er,
4