Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 7
INNGANGUR RITSTJÓRA
þau eru könnun á listhugtakinu sjálfu, en ekki farvegur fyrir sjálfstján-
ingu eða formtilraunir" eins og Gunnar Harðarson kemst að orði í inn-
gangi sínum. Með því að listaverk eru fyrst og ffernst fullyrðingar um
listina sjálfa, fylgir að þau skírskota ekki til neins utan hennar, segja okk-
ur ekkert um manneskjuna eða heiminn. Kosuth lítur svo á að það sé
verkefni fagurfræðinnar sem fæst við „skynjun okkar á heiminum al-
mennt og yfirleitt“ (bls. 134). Hann gerir þannig skarpan greinarmun á
list og fagurfræði og Hsar frá sér öllum vangaveltum um sjónræna skynj-
un, áhrif hstaverksins á áhorfandann, samspil verks og þjóðfélags. Þessi
atriði skipta á hinn bóginn höfuðmáh í grein Rolands Barthes, „Retórík
myndarinnar“, sem hér er birt, en hún er ótvírætt ein af lykilgreinum um
sjónræna menningu. Þar leitast Barthes við að skilgreina hvemig merk-
ing verður til í myndum - hvemig og hvers vegna við getum lesið mynd-
ir - og telur til mismunandi boð myndarinnar. Við þetta beitir hann að
nokkru leyti aðferðafræði strúktúralismans en leggnr ja&iframt áherslu á
mikilvægi hugmyndafræði í boðum myndarinnar.
Kenningar Barthes áttu mikinn þátt í að leggja grunn að táknfræði eins
og hún hefur við stunduð innan hugvísinda undanfama áratugi. I þriðju
og síðustu þýðingu þessa hefris bregst bandaríski list- og bókmennta-
ffæðingurinn W.J.T. Mitchell við kenningum Barthes og annarra tákn-
ffæðinga um eðh mynda. Mitchell heldur því fram að táknfræðinni tak-
ist illa „að setja ffam hehdstæða lýsingu á myndmáh og tengslum þess við
aðrar tákngerðir“ (bls. 174) og hún komist í ógöngur við að skýra mun-
inn á milli texta og mynda. I gagnrýni sinni nýrir Alitchell sér hugmynd-
fr heimspekingsins Nelsons Goodman til þess að skilgreina (að nýju)
muninn mihi ólíkra táknkerfa og andæfa þeirri tvíhyggju sem birtist í því
að munur milh orða og mynda er skýrður með tilvísun til menningar
annars vegar og náttúm hins vegar, en í því telur hann hættu á að tákn-
fræðin gerist handbendi ríkjandi hugmyndafræði.
Fordómar tvíhyggju um orð og mynd og vafasamar hugmyndir um
náttúrleika mynda og sjónar era Kka til umfjöllunar í grein Ulfhildar
Dagsdóttur sem helguð er sjónmenningarffæði í víðtun skilningi. Ulf-
hildur rekur þar ýmsar kenningar sem fást við að greina hvemig við „sjá-
um“ og hvemig við skiljum og túlkum það sem við sjáum. Hún bendir á
hvemig hugm\mdir okkar um beina og jafnvel einfalda skynjun augans
hafa áhrif á viðhorf okkar til sjónmenningar; sú tilhneiging er rík að líta
svo á að það sem augað nemur þurfi ekki frekari skýringa eða túlkana við,
5