Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 8
EMNGANGUR RITSTJORA
það sé á einhvern hátt náttúrlegt og sjálfsagt. En eins og sjónmenningar-
fræði draga fram er sýn okkar þvert á móti bundin túlkun og sú túlkun er
mótuð af hefðum og ýmsum öðrum félagslegum og menningarlegum
þáttum. Fræðimennirnir sem Ulfhildur vimar til leitast við að kanna
hvernig við getum skilgreint þann flókna og margbrotna sjónmenning-
arheim sem við lifum í og hún bendir á hvernig sú umræða skarast við
umræðu um tengsl hámenningar og lágmenningar og \dð kynjaumræðu
svo dæmi séu nefnd.
Kynjað (mynd)mál ber einnig á góma í grein Gunnars Harðarsonar en
þar er farið í sanmana á fjórum barnabókum franska rithöfundarins
Pierre Probst um kettlingana Pouf og Noireaud sem í íslenskri þýðingu
hafa hlotið nöfnin Snúður og Snælda. Gunnar sýnir fram á hvernig
tvennum (ef ekki fleiri!) sögum fer af kettlingunum í bókunum, allt eftir
því hvort lesið er eingöngu í myndirnar, þær lesnar saman við franska
textann eða þann íslenska. Myndirnar undirstrika með ýmsum hætti
hefðbundin hlutverk karlkyns og kvenkyns sem textinn, einkum sá ís-
lenski, grefur undan með því að gera svarta köttinn að læðunni Snældu
en hvíta, pjattaða köttinn að högnanum Snúði.
Orðræða, eða frásagnarháttur, myndanna - ásamt samspili orða og
mynda þegar það á við - er vitaskuld grunnþáttur í myndasögum en
áhugi á því listformi fer stöðugt vaxandi hérlendis og er skemmst að
minnast Níunnar, veglegrar myndasögusýningar sem haldin var í Lista-
safni Reykjavíkur í samvinnu við Borgarbókasafnsið, GlSP-hópinn og
bókabúðina Nexus í marsmánuði síðastliðnum. Ritið fékk myndlistar-
manninn Hugleik Dagsson, sem þekkmr er fyrir myndasögur sínar Elskið
okkur, Drepið okkur og Ríðið okkur, til þess að teikna sex mjmda röð fyrir
þetta hefti og hefur hún yfirskriftina Bjargið okkur.
Rannveig Sverrisdóttir vekur máls á öðrum íleti umræðtmnar um orð
og mynd þegar hún ræðir í sinni grein um Uðhorf til táknmála en þar
verður oft vart fordóma gagnvart hinu mynd- og sjónræna í tungumáli
heyrnarlausra. Umfjöllun Rannveigar kallast á við grein Ulfhildar um
sjónmenningu, en Rannveig ræðir meðal annars um lífsseigar hugmynd-
ir sem lúta að því að táknmál séu „náttúrlegri“ en talmál. Þessi meinti
náttúrleiki hefur bæði verið notaður til að rökstyðja þá skoðun að tákn-
mál séu frumstæður tjáningarmáti og til að halda því gagnstæða fram, að
tjáning táknmála sé á einhvern hátt eðlilegri - og þar af leiðandi
„hreixmi“ eða „æðri“ - en sú sem fram fer með raddmálum. Þessi viðhorf
6