Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 11
Auður Ólafsdóttir
Ef ég væri mynd
hvemig myndirðu þá orða mig?
Samband myndmáls og tungumáls í ljósi
túlkunaraðferða listfræðinnar
Ertn læs á myndir, kanntu að lesa mynd?
Kanntu að lesa líkama Rubens, steinda glugga, fjallkonuna, Cheerios auglýs-
ingar, Ólaf Elíasson? Þannig er spurt í upphafi lítils kynningarbæklings
um listfræði sem ætlaður er nemendum við Háskóla Islands.1 Með
spumingunum er væntanlega verið að höfða til þess hvort tdlvonandi list-
fræðinemi geti lesið merkingu myndefhis í sjónmenningu samtímans,
þann hluta menningar okkar sem er sýnilegur, sjálfsagt í þeirri fullvissu
að viðkomandi kunni það ekki en gæti hugsað sér að kunna það. Um leið
er vísað til tveggja meginrannsóknarsviða listfræðinnar, þ.e. annars veg-
ar til myndlistar (Rubens, glerlist í dómkirkjum miðalda, Olafur Elías-
son) og hins vegar er skírskotað til sjónmenningar í víðara samhengi
(Cheerios auglýsingar).2 Til að gæta jafhræðis eru tekin dæmi bæði af ís-
1 Listfræði er ný námsgrein sem kennd er til 60 og 30 eininga við Hugvísindadeild
Háskóla Islands í samvinnu við myndlistardeild Listaháskóla íslands.
2 Með myndlist eða myndlistargreinum er átt við málaralist og aðra tvívíða Hst svo
sem teikningar, grafik, mósaik, steinda glugga, vefnað, ljósmyndir o.fl., en einnig
höggmyndahst/þrívíða hst, og í seinni tíð líka „fjöltækni", svo sem gjöminga, hljóð-
og rafræna miðla (á ensku er talað um multi-media, eiginlega fjölmiðlun eða fjöl-
9