Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 12
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
lenskri og erlendri list. Með spurningunum er jafnframt gefið í skyn að í
samfélagi þar sem myndin hefur ekki minna vægi en orðið, vanti almermt
mikið upp á þekkingu og skilning á sjónlistum, að fólk geti „lesið“ mynd-
mál frá ólíkum tímum til jafhs við ritaðan texta; að það sé læst á myndir.
Og fyrirheit fræðigreinarinnar listfræði er að veita þjálfun í því sem
kenna má við myndlæsi. „Making the visible legible“, að gera hið sýni-
lega læsilegt, er hlutverk listfræðinga.
Listfræðilegar rannsóknir gefa sér það að myndlist eigi sér sitt eigið
tungumál, sinn eigin tjáningarmáta sem oftast er kenndur við myndmál
eða myndhugsun (e. visual languagé) og er breytilegur eftir tímabilum,
rétt eins og aðferðaffæði listfræðinnar. Inntak myndmáls hjá einstökum
myndlistarmönnum, í ólíkum samfélögum og á mismunandi tímum er
kjarni listfræðilegra rannsókna. Myndmál höfðar fyrst og fremst til sjón-
ar, til sjónrænnar upplifunar. Einfaldasta skilgreining á myndlistarverki
væri sjálfsagt að segja að það væri sýnilegt, þótt það sé að vísu ekki algilt.
I samræmi við það er talað um áhorfendur í myndlist.
Hugmyndin um myndmál felur í sér að það sé til merkingarbær heim-
ur handan orða. „Orðlaus boðskipti“ er einmitt það sern flestir nefna
þegar þeir eru spurðir um það hvað sé myndlist. Almennt má skipta við-
horfum manna í fjóra meginflokka:
1. Myndlist er tjáning þar sem listamaðurinn tjáir tilfmningar sínar eða
hugsanir eða hvort tveggja.
2. Myndlist er upplifun („sem fær mann til að hugsa um hvað að baki
býr“).
3. Myndlist er sýnileg eða sjónræn. Stundum er það orðað svo að mynd-
list sé „sett upp til sýnis“.
4. Myndlist er ekki hægt að tjá með orðum en kemst samt til skila.
Myndlist þarf ekki að þýða. „Orðlaus boðskipti eru oft áhrifaríkari og
miðla, stundum er talað um nýja miðla). Oft getur verið erfitt að draga skýr mörk
milli einstakra myndlistargreina, reyndar eru skiptar skoðanir um gildi flokkunar
sem markast af tækni. Skiptingin í myndlistargreinar eftir tækni byggir á gamalli
hefð og er þá gengið út frá því að hver aðferð, hver miðill beri með sér möguleika
tfl nýsköpunar og búi jafnframt yfir sértækum möguleikum til könnunar á veruleik-
anum. Viðfangsefni listfræði taka einnig til byggingarlistar, hönnunar og sjónmenn-
ingar í víðara samhengi. Með sjónmenningu (sjónrænni menningu) er einkum átt
við auglýsingar, kvikmyndir, ljósmyndir og myndasögur.
IO