Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 15
EF EG VÆRIMYND
konseptlistar. í hugmyndalistinni getnr sjónræn útfærsla verks verið nán-
ast aukaatriði, myndhugmynd er jafngild myndlist sem sýnilegum list-
hlut. Þannig komst myndhöggvarinn Lawrence Weiner að því á sjöunda
áratug síðustu aldar að höggmynd snérist ekki um tækni eða verklega
fæmi, myndhöggvari þyrfti hvorki stál né steypu tdl að búa til verk, held-
ur nægði lýsing á verki í orðum. Arið 1968 skrifar Weiner listræna
stefnuyfirlýsingu sína: nákvæmar lýsingar á nokkmm höggmyndum og
tæknilegri útfærslu þeirra á hvítt vélritunarblað og lætur þar við sitja.
Tungumálið var orðið að hverju öðm hráefni fyrir myndhöggvarann.
Hin svokallaða kalda og rökfasta hugmyndalist á sér rætur meðal annars
í heimspeki, stjórnmálum, stærðfræði, rökfræði og málvísindum; dæmi
um hið síðasttalda era eldri verk Kosuth sem snúast jafnan um mynd-
ræna útfærslu á einni auðlesinni staðhæfingu (t.d. orðabókarskilgrein-
ingu á orðinu ,,stóll“). Framsetningin byggir á því að losa verkið undan
persónulegum tengslum við listamanninn. Onnur gerð konseptlistar er
mun persónulegri, fremur ljóðræn en fræðileg, og byggir á því að opna
frekar fleiri merkingarsvið verks en færri. Verk Sophie Calle sem byggja
á samspili ljósmynda og texta, mætti til að mynda kenna við myndræna
sögugerð. Myndlistarmenn sem sérstakan áhuga hafa á tungumálinu
nota margs konar miðla við gerð verka sinna, ljósmyndir, myndbönd,
kvikmyndir, málverk, skúlptúra, innsetningar og síðast en ekki síst þá eru
þeir upphafsmenn svokallaðra bókverka og stunda bókaútgáfu sem snýst
um að kanna möguleika bókar til að vera myndlist. Þeir era einnig boð-
berar þess að opna flæði á milli ólíkra listgreina og almennt hafa þeir átt
mikinn þátt í að víkka út skilning á myndlistarhugtakinu, þ.e. að mynd-
list sé óháð miðlum, að myndlist sé myndhugsun (e. visual thinking).
Nokkrir myndlistarmenn, líkt og Ian Hamilton Finlay eiga sér rætur í
bókmenntum en Finlay hóf feril sinn sem ljóðskáld og leikritahöfundur.
A sjöunda áratugnum tók hann upp á því að nota ljóð sem uppistöðu í
sérkennileg umhverfisverk, upphaflega í tengslum við áhuga sinn á garð-
hönnun. Segja má að metafóran eða myndhvörf ljóðsins brúi bilið yfir í
heim myndarinnar, tengi saman orðmynd og myndlist. I dag er Finlay
eingöngu kynntur sem myndlistarmaður og öll fyrri bókmenntaverk
hans sett í samhengi við myndlistarferil hans. Það kemur ekki á óvart að
meðal þeirra hugtaka sem notuð hafa verið til að tákna stöðu þeirra
myndlistarmanna sem vinna með tungumálið eru „myndskáld“, „frá-
sagnarmyndlistarmaður“ eða „myndheimspekingur“.
r3