Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 19
EF EG VÆRIMYND
verks, að það sé þannig hægt að beita margs konar rannsóknaraðferðum,
mörgum sjónarhomum, margs konar orðræðu á listina, á eitt og sama
listaverkið.
I megindráttum skiptast greiningaraðferðir hstfræðinnar í áherslu á
fagurfræðilega þætti (áherslu á formgerð verks) og á samfélagslega um-
gjörð verks, svo sem samfélagsleg skilyrði og virkni hstarinnar, mótun
listamanns og hlutverk áhorfanda. Aðferðafræði listfræðinnar undanskil-
ur að sjálfeögðu ekki frumleika einstakra verka, segja má að sjónarhorn
frumleikans sé innbyggt í hverja og eina greiningaraðferð. Þótt rætur
fræðigreinarinnar sé að finna allt aftur í fomöld Grikkja (fagurfræði), þá
er hstfræði sem skipulögð fræðigrein í nútímaskilningi ekki eldri en frá
miðri 19. öld. Flestar þeirra listsögulega greiningaraðferða sem mest hef-
ur kveðið að em upprannar á 20. öld. Auk ævisögulegrar greiningar (sem
fram kom á síðari hluta 19. aldar) má nefiia formalisma sem á rætur sínar
í módemisma undir lok 19. aldar en varð áhrifamestur í kringum 1920,
íkónógrafíu sem kemur fram í nýrri mynd á þriðja áratug aldarinnar,
marxisma á fjórða áratugnum, ýmsar hstfélagssögulegar kenningar á sjö-
unda áratugnum, sálgreiningu á milhstríðsárunum, táknfræði upp úr 1970
og kynjafræðilega hstsöguskoðun á áttunda áratug síðustu aldar.
Svo sem sjá má af upptalningurmi hafa aðferðir listasögunnar að
nokkm leymi mótast af þeim almennu viðhorfum sem hafa verið ríkjandi
í fræðum og hugvísindum á hverjum tfrna. Að sama skapi er það hluti af
stöðugri endurskoðun listasögunnar að beita nútímalegri aðferðafræði á
eldri list, skýrasta dæmi þess er sjálfsagt kynjafræðilegt sjónarhorn sem
leiddi til róttæks endurmats á listasögunni upp úr 1970. Eitt mikilvæg-
asta framlag kynjafræðilegra rannsókna á myndhst var að benda á þá
huglægu þætti sem ráða gerð, túlkun og mati á listaverki, að það sé eng-
in þekking til sem ekki byggir á hlutdrægu sjónarhorni hins kynbundna.
Þannig væra forsendur þeirrar orðræðu sem menn htu á sem alþjóðlega
og algilda, kennda við sannleika eða óhlutdræga þekkingarsköpun ekki
fýrir hendi. Eða eins og það hefur verið orðað á nokkuð afgerandi hátt;
það era til fleiri útgáfur af listasögunni en þær sem era skrifaðar af hvít-
um, miðaldra, gagnlymhneigðum karlmanni af millistétt.10 Kynjafræði-
10 Sjá m.a. grein Xanette Salomon frá árinu 1991: „The Art Historical Canon: Sins of
Omission“ í The Art ofArt History: A Critical Anthology, ritstj. Donald Preziosi, Ox-
ford: Oxford University Press, 1998.
!7